Tillerson til í beinar viðræður við Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP „Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
„Auðvitað er það leiðin sem við myndum helst vilja fara,“ sagði Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er blaðamaður NPR spurði hann í gær hvort Bandaríkin vildu beinar viðræður við yfirvöld í Norður-Kóreu. Yrði hlutverk þeirra viðræðna að létta á spennunni á Kóreuskaga sem hefur aukist undanfarið. Hafa yfirvöld í Norður-Kóreu til að mynda hótað því að varpa kjarnorkusprengjum á Bandaríkin. „En Norður-Kóreumenn þurfa að ákveða hvort þeir séu tilbúnir að ræða við okkur,“ sagði Tillerson enn fremur. Tillerson ávarpaði einnig öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær. Sagði hann þar að hættan á því að norðurkóreski herinn gerði kjarnorkuárás væri raunveruleg. Þá kallaði hann eftir því að ríki heims einangruðu Norður-Kóreu með diplómatískum aðgerðum. Bandaríkin myndu beita diplómatískum og efnahagslegum aðgerðum gegn einræðisríkinu. Meðal annars viðskiptaþvingunum gegn einstaklingum og fyrirtækjum sem stunduðu viðskipti við stjórnvöld þar í landi. Þá væri ekki hægt að útiloka hernaðaraðgerðir. Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, varaði hins vegar við hernaðaraðgerðum. „Beiting slíks valds myndi ekki leysa deiluna heldur leiða til frekari harmleiks,“ sagði Wang á fundinum. Enn fremur sagði Wang að friðsamleg lausn á kjarnorkudeilunni, með samtali og samningum, væri eina skynsamlega lausnin. Kínverjar væru tilbúnir að beita sér gegn uppbyggingu norðurkóreska hersins ef Bandaríkin létu af hernaðaræfingum með Suður-Kóreu. Slíkum tilboðum hafa Bandaríkjamenn hafnað áður þar sem þeir fara fram á að kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu verði lögð til hliðar. Kínverjar eru ekki einu nágrannar Norður-Kóreu sem eru andvígir hernaðaraðgerðum. Rússar, sem eiga landamæri að ríkinu, segja slíkt óásættanlegt. Aðstoðarutanríkisráðherrann Gennady Gatilov kallaði einnig eftir því í gær að Norður-Kóreumenn hættu öllum kjarnorku- og eldflaugatilraunum. Öfgafull orðræða hefði þó valdið alvarlegu ástandi á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira