Hagar verða helmingi stærri Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Velta Olís árið 2016 nam 31 milljarði króna og velta Lyfju er um níu milljarðar. vísir/gva Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Níu milljarða tap en staðan styrkist Viðskipti innlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Sjá meira
Gangi kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og Lyfju eftir verður fyrirtækið þriðja stærsta fyrirtækið í Kauphöll Íslands á eftir Icelandair Group og Marel, sé horft til veltu fyrirtækjanna. Kaupin á Olís og Lyfju eru nú til umfjöllunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Áætla má að velta Haga á rekstrarárinu 2016-2017 verði rúmir 80 milljarðar króna. Velta Lyfju á árinu 2015 var 8,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi. Samkvæmt tilkynningu sem birt var í Kauphöll í fyrrakvöld var velta Olís á síðasta ári 31 milljarður króna. Velta Haga eftir kaupin á Lyfju og Olís eykst því um helming, fer úr 80 milljörðum í 120 milljarða króna. Taka skal fram að þá er ekki horft til þess hvaða áhrif Costco mun hafa á starfsemi verslana Haga, enda ómögulegt að spá um það með vissu fyrirfram. Þá ber líka að líta til þess að Hagar hyggjast loka Dorothy Perkins og Topshop og hafa þegar lokað Debenhams. Hlutur þeirra verslana í heildarveltu Haga er þó óverulegur við hlið Bónuss og Hagkaupa. Eggert B. Ólafsson lögfræðingur telur víst að Samkeppniseftirlitið muni setja samrunanum skilyrði. „Fyrir þremur árum má ímynda sér að Samkeppniseftirlitið hefði íhugað að ógilda svona samruna hefði hann komið til kasta þess þá. Núna, vegna innkomu Costco á markaðinn, verður það þó varla uppi á teningnum. Hins vegar verður að teljast líklegt að Samkeppniseftirlitið setji samrunanum skilyrði,“ segir Eggert í pistli á vef fyrirtækis síns, Samkeppnisráðgjafar. Eggert bendir á að árið 2012 hafi Samkeppniseftirlitið gefið út mikla skýrslu um dagvörumarkaðinn. Sú vinna hljóti að koma að góðum notum núna þegar Samkeppniseftirlitið þarf að taka afstöðu til yfirtöku Haga á Olís. Samkvæmt þeirri skýrslu var markaðshlutdeild Haga á dagvöruvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu um 60 prósent, sem jafngildir markaðsráðandi stöðu. Horfa þurfi til þess að styrkur Hagakeðjunnar gagnvart birgjum, svokallaður kaupendastyrkur, sé þegar mikill og muni líkast til aukast töluvert við yfirtökuna á Olís. Eggert segir að horfa þurfi til ýmissa þátta. „Meðal þeirra spurninga, sem vakna vegna kaupa Haga á Olís, er hvort afsláttur hjá Olís verði skilyrtur við kaup á dagvöru í verslunum Haga. Mun Kaupás síðan fylgja í kjölfarið og kaupa Skeljung eða N1 og setja svipaða viðskiptaskilmála? Slík binding viðskiptavina við viðkomandi viðskiptahring gæti takmarkað tækifæri Costco til að veita íslensku verslunarsamstæðunum samkeppni,“ segir Eggert. Fjárfestar tóku vel í tíðindi af viðskiptunum í gær. Í lok dagsins hafði gengi bréfa í Kauphöll Íslands hækkað um 5,81 prósent í tæplega 850 milljóna króna viðskiptum.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Níu milljarða tap en staðan styrkist Viðskipti innlent Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Sjá meira