Sterka krónu, takk Þröstur Ólafsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Vegna þess hve utanríkisviðskipti eru stór hluti af þjóðarframleiðslu okkar þá erum við mjög háð gengi erlendra gjaldmiðla. Frá upphafi íslensku krónunnar hefur gengi hennar, með örfáum undantekningartilvikum, verið stýrt eftir kröfum og þörfum sjávarútvegsins. Þar hefur krafan um lágt gengi verið sungin svo lengi sem elstu menn muna. Og talsmenn Bændasamtakanna hafa kyrjað viðlagið „Við líka, við líka.“ Á þessum höfuðbólum hefur einnig verið að finna öflugustu formælendur fastræðis við krónuna sem gjaldmiðil, þ.e.a.s. veika krónu. Neytendur hafa sjaldnast haft nokkurn talsmann á pólitíska sviðinu, sem bent hefur á að gengisdýfurnar eru borgaðar af okkur sem kaupum daglega erlendar neysluvörur eða skuldum vísitölu- eða gengistryggð lán. Þó þetta sé stór meirihluti þjóðarinnar, þá er eins og hann skipti engu máli. Hann verði bara að éta það sem úti frýs. Veikur gjaldmiðill lamar Til lengdar er veikur gjaldmiðill ekki æskilegur. Hann getur að vísu ýtt tímabundið undir útflutning. Hann heldur í bráð lífi í atvinnugreinum sem standast enga samkeppni, og/eða nenna ekki að gyrða upp um sig. Að öðru leyti hindrar hann nýsköpun og efnahagslega framþróun. Innflutnings- og gjaldeyrishöft virka eins. Þau halda á lífi því sem ella myndi víkja. Þannig má útskýra að hluta það landlæga einhæfi, sem einkenndi íslenskt efnahagslíf á tuttugustu öld, eða allt fram til þess tíma þegar gengið styrktist, ýmist vegna mikils innstreymis erlends fjármagns, sem setti hagkerfið á skjön, eða vegna tekna af ferðamönnum. Í stað þess að bæta rekstrarumhverfi og hagræða, var gengið fellt. Pólitískur þýstingur hefur æ verið til staðar til að laga gengið að veikburða atvinnugreinum. Ef við ætlum að sigla út á reginhaf með krónuna sem farareyri, þá verður henni að vera stjórnað af bankastjóra með mikla þekkingu á peningamálum og seðlabanka sem er óháður stjórnmálum líðandi stundar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun