Hinir vammlausu á Kalkofnsvegi Baldvin Þorsteinsson skrifar 26. apríl 2017 07:00 Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn felldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi ákvörðun Seðlabanka Íslands um að leggja stjórnvaldssekt á Samherja hf. Sekt þessi var örvæntingarfull lokatilraun stjórnenda Seðlabankans til að reyna að bjarga andlitinu eftir fordæmalausa aðför að fyrirtækinu í skjóli opinbers valds. Eftir allan lúðrablásturinn, alvarlegu ásakanirnar og margra ára málarekstur stendur ekkert annað eftir en mörg hundruð milljóna króna kostnaður bankans og hróplegt vanhæfi stjórnenda til að fara með stjórnsýsluvald. Útgerðarfyrirtækið Samherji er ekki eini aðilinn sem hefur þurft að standa undir árásum af hálfu bankans. Seðlabankinn hefur á síðustu árum borið þungar sakir á einstaklinga og fyrirtæki t.d. í svokölluðum Aserta og Úrsus málum. Eftirtekjurnar voru þó þær sömu í þeim málum, nákvæmlega ekki neinar. Uppbornar sakir í þessum þremur málum voru í sumum tilvikum gríðarlega þungar og eftirstöðvar einstaklinganna því miður ekki alltaf þær sömu og Seðlabankans. Aðfarirnar og fantaskapurinn í vinnubrögðunum voru með þeim hætti að sumir þeirra bíða þess ekki bætur. Það hefur verið mikið lagt á fjölskyldur þessa fólks án þess að nokkur hafi axlað ábyrgð á sneypuförinni. Rauði þráðurinn í háttsemi Seðlabankans var sá að snúa aldrei af vegi, alveg sama hvaða skýringar eða upplýsingar þeim voru sýndar. Alltaf var haldið áfram, jafnvel þó fullljóst hefði verið að enginn fótur væri fyrir ásökunum bankans. Þó að ofantalin mál séu grafalvarleg má vel skilja að í daglegu amstri veki barátta nokkurra einstaklinga og útgerðarfyrirtækis við Seðlabanka Íslands ekki þungar áhyggjur í brjósti fólks. Hér vil ég þó biðja lesendur að staldra aðeins við. Eins og áður sagði var alltaf þráast við og öllum brögðum beitt til þess að stjórnendur Seðlabankans þyrftu ekki á nokkrum tímapunkti að viðurkenna að þeir hefðu rangt fyrir sér. Þeir voru meira að segja tilbúnir að brjóta landslög í þeim tilgangi.Svívirðilegur hroki Þessi svívirðilegi hroki, einkum Más Guðmundssonar og Arnórs Sighvatssonar, snertir okkur því miður öll enda takmarkast hann ekki við stjórnun þeirra á gjaldeyriseftirliti innan bankans. Sömu einstaklingar bera meginábyrgð á vaxtastefnu Seðlabanka Íslands en Íslendingar eru vaxtapíndasta þjóð heims og hafa verið það um langt skeið. Ekkert mál, þess efnis að vextir á Íslandi verði að vera lægri, nýtur jafn víðtæks samhljóms í umræðunni. Það á við meðal atvinnurekanda, samtaka launafólks og ýmissa málsmetandi aðila á sviði viðskipta og hagfræði. Allir þessir aðilar hafa eytt tíma sínum í greinaskrif og samtöl við stjórnendur Seðlabankans um þessa stöðu en átta sig ekki fyllilega á því að frekar myndu Már og Arnór blygðunarlaust knésetja heilt þjóðfélag en að viðurkenna að sú stefna sem þeir bjuggu til sjálfir og hafa fylgt sé röng. Sífellt eru nýjar ástæður fundnar fyrir því að lækka ekki vexti þrátt fyrir að uppgefnar forsendur vaxtaákvarðana hafi þróast á þann hátt að halda mætti að nú ætti að lækka vexti. Þetta á sér algera hliðstæðu í því hvernig Seðlabankinn hagaði sér þegar ásakanir þeirra um lögbrot í gjaldeyrismálum voru hraktar, þá voru einfaldlega nýjar ásakanir búnar til og málin rekin áfram af harðfylgi. Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson eru embættisdólgar sem hafa ekkert annað að leiðarljósi en að upphefja eigið ágæti. Það virðist einnig eini málstaðurinn sem þeir kjósa að sinna burtséð frá því hverjar afleiðingarnar kunni að verða. Þjóðin verður að sameinast um að fjarlægja þess menn úr valdastólum sínum. Tíma hinna vammlausu á Kalkofnsvegi verður að ljúka.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun