Formaður hkd. Gróttu: Stöndum og föllum með þessari ákvörðun Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 10:01 Úr leik Stjörnunnar og Gróttu. vísir/ernir „Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
„Það var í rauninni aldrei spurning um hvort ætti að senda tilkynningu til mótanefndar HSÍ,“ segir Kristín Þórðardóttir, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, en Grótta tilkynnti ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ og hefur verið nokkuð gagnrýnd fyrir það. Í kjölfarið var málið tekið fyrir og Gróttu dæmdur 10-0 sigur. Stjarnan hafði unnið leikinn sjálfan. Málið snýst um að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. Um mannleg mistök var að ræða og tóku eftirlitsmenn á málinu á staðnum. Viðkomandi leikmaður var sendur af velli og eðlilega útilokaður frá frekari þátttöku enda ekki á skýrslu. Leikmaðurinn var engu að síður ólöglegur og hafði ekki leikheimild. Mótanefnd HSÍ úrskurðaði því Gróttu sigur í leiknum. „Það voru tveir eftirlitsmenn á leiknum sem og 400 manns. Reyndar finnst mér í hæsta máta óeðlilegt að við þurfum að tilkynna þetta inn. Það er hins vegar annað mál,“ segir Kristín. Grótta þurfti reyndar ekki að tilkynna málið inn frekar en félagið vildi. Hver sem er hefði í raun getað gert það. Nonni á bolnum hefði getað gert það rétt eins og Grótta. En Grótta gerði það og fannst mörgum það ekki drengilegt af félaginu þar sem liðið tapaði leiknum og ólöglegi leikmaðurinn hafði ekki nein áhrif á leikinn. Þvert á móti skoraði Grótta nokkur mörk í röð eftir að ólöglegi leikmaðurinn var rekinn af velli. „Við ræddum hvort ætti að gera þetta og við ákváðum að gera það. Sjá svo hverju hún myndi skila. Þetta er bara atvik og enginn vafi að ólöglegur leikmaður var notaður. Mér finnst ekkert að því að tilkynna um málið en ég get alveg tekið undir að refsingin er ansi hörð. Það situr samt ekki hjá okkur og við vissum ekki hvaða niðurstaða yrði í málinu,“ segir Kristín og bætir við að það sé ekki gaman að vinna leik á þennan hátt. „Að sjálfsögðu er það ekki skemmtilegt. Það er skemmtilegra að vinna á vellinum. Okkur finnst málið standa hjá HSÍ og finnst óeðlilegt ef félög geta haft áhrif á niðurstöðu HSÍ. Það er sagt að við hefðum getað skrifað undir einhverja yfirlýsingu um að úrslit ættu að standa. Þarna voru gerð mistök og málið tilkynnt. HSÍ úrskurðar. Okkur finnst óeðlilegt að við getum haft áhrif á úrskurð HSÍ. Það var ákveðið innanhúss hjá okkur að tilkynna þetta og við stöndum og föllum með því.“ Staðan í einvígi liðanna er 2-0 fyrir Gróttu eftir þennan úrskurð og þriðji leikur liðanna fer fram í Garðabæ í kvöld.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33 Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Gróttu dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns Stjörnunnar Gróttu hefur verið dæmdur sigur gegn Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna vegna þess að Garðbæingar notuðu ólöglegan leikmann í leiknum. 24. apríl 2017 20:33
Stjarnan ósátt við Gróttu og mótanefnd HSÍ Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar mótanefndar HSÍ sem dæmdi Gróttu sigur á Stjörnunni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Ástæðan fyrir því var að Stjarnan notaði leikmann sem var ekki skráður á skýrslu. 24. apríl 2017 23:04