Botn sleginn í Brexit? Stjórnarmaðurinn skrifar 23. apríl 2017 11:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum. Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú boðað til þingkosninga sem haldnar verða þann 8. júní næstkomandi. Ljóst er að málefnaskráin fyrir kosningarnar verður í styttra lagi. Aðalmálið, og allt að því það eina, verður væntanlega útganga Breta úr Evrópusambandinu. Varla verður annað sagt en að May sé í sterkri stöðu en Íhaldsflokkurinn er með tæplega tuttugu prósenta forskot á Verkamannaflokkinn samkvæmt könnunum. Allt bendir því til þess að May muni verulega styrkja stöðu sína og auka við meirihlutann í þinginu sem í dag er einungis tíu þingsæti. Tilgangur May er augljós, og raunar yfirlýstur. Hún vill endurnýja umboð sitt og tryggja sér ríflegan stuðning frá þingi og þjóð vegna yfirvofandi viðræðna við Evrópusambandið og aðrar viðskiptaþjóðir. Hið síðarnefnda er ekki síst mikilvægt enda spurningunni enn ósvarað um hvert Bretland muni snúa sér að útgöngu lokinni. Samningshönd Breta yrði að minnsta kosti sterkari ef sessunautar þeirra við samningaborðið væru vissir um að May væri í sterkri stöðu heima fyrir. Þetta er þó væntanlega ekki hið eina sem ræður stöðumati May. Helstu andstæðingar þeirra í Verkamannaflokknum eru allt að því óstarfhæfir með sósíalistann Jeremy Corbyn í stýrishúsinu. Frjálslyndi flokkurinn er enn að jafna sig eftir afhroðið í kosningunum 2015. Sterk staða að loknum kosningum myndi svo gefa May færi á að kæfa sjálfstæðistilburði Skota í fæðingu. Hvað sem slíkum pólitískum hræringum líður er sennilegt að mörkuðum yrði rórra ef niðurstaðan að loknum kosningum yrði öruggur meirihluti Íhaldsflokksins. Sterlingspundið styrktist verulega í kjölfar tíðindanna og hefur ekki verið sterkara gagnvart evru og bandaríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Það skyldi þó ekki vera að væntur sigur Íhaldsflokksins yrði til að slá botn í þann óróa sem ríkt hefur allt frá atkvæðagreiðslunni fyrir réttum níu mánuðum? Spyrjum að leikslokum.
Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira