Frönsku forsetaframbjóðendurnir fá allir sínar 15 mínútur í sjónvarpi í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2017 14:08 Emmanuel Macron þykir enn líklegastur til að verða næsti forseti Frakklands. Vísir/AFP Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent Frakkland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Frönsku frambjóðendurnir ellefu munu allir koma fram í frönsku sjónvarpi í kvöld þar sem hverjum og einum hefur verið úthlutað korteri til að reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt. Kosningabaráttunni mun svo ljúka annað kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara fram á sunnudaginn. Emmanuel Macron er enn talinn líklegastur til að taka við af sósíalistanum Francois Hollande sem lætur af embættinu í sumar. Upphaflega stóð til að kosningabaráttunni lyki með sjónvarpskappræðum allra frambjóðenda í kvöld. Margir þeirra hótuðu þó að sniðganga slíkar kappræður. Í grein Aftonbladet kemur fram að margir frambjóðendur hafi ekki viljað standa frammi fyrir að geta ekki svarað fyrir ákveðin mál sem kynnu að koma upp í slíkum kappræðum, áður en kosningabaráttunni lyki. Var því ákveðið að grípa til þess að frambjóðendur yrðu spurðir spurninga, hver í sínu lagi. Hver og einn frambjóðandi fær korter til að svara spurningum og í lokin fá þeir tveir og hálfa mínútu þar sem þeir geta talað beint til franskra kjósenda og reynt að sannfæra þá hvers vegna þeir séu best til þess fallnir að leiða frönsku þjóðina á næstu árum.Baráttan á milli fjögurra efstu Skoðanakannanir hafa bent til að nokkuð jafnt sé milli fjögurra frambjóðenda, þar sem miðjumaðurinn Macron og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, mælast með nokkurt forskot á Repúblikanann Francois Fillon og vinstrimanninn Jean-Luc Mélenchon. Möguleikar hinna sjö frambjóðendanna eru taldir litlir sem engir. Macron þykir svo líklegast til að bera sigur úr býtum í síðari umferð kosninganna sem fram fara 7. maí þar sem kosið er á milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Skoðanakönnun Ifops sem birt var í gær: Emmanuel Macron, En Marche!, 23,5 prósent Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, 22,5 prósent François Fillon, Repúblikanaflokkurinn, 19,5 prósent Jean-Luc Mélenchon, Vinstriflokkurinn, 18,5 prósent Benoît Hamon, Sósíalistaflokkurinn, 7,5 prósent Nicolas Dupont-Aignan, Áfram Frakkland, 4 prósent Philippe Poutou, Nýi andkapitalistaflokkurinn, 1,5 prósent Jean Lassalle, Andstaða, 1,5 prósent François Asselineau, Repúblikanasambandið, 1 prósent Nathalie Arthaud, Verkamannabaráttan, 0,5 prósent Jacques Cheminade, Eining og framfarir, 0 prósent
Frakkland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira