Ofmetin Costco-áhrif Stjórnarmaðurinn skrifar 8. maí 2017 13:00 Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira