Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2017 09:52 Frakkar munu kjósa milli Emmanuel Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Vísir/afp Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar. Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Erfitt verður fyrir Emmanuel Macron og kosningalið hans að bregðast við því sem fram kemur í öllum þeim tölvupóstum og öðrum gögnum úr hans herbúðum sem lekið var á netið í gær þar sem kosningabaráttunni lauk formlega í gær. Macron fordæmdi í gærkvöldi árásina þar sem níu gígabæt af gögnum honum tengd var lekið á netið. Segir hann að þar sé að finna ósvikin skjöl sem blandað hafi verið við fölsuð skjöl til að villa fyrir kjósendum. Frakkar munu kjósa milli Macron og Marine Le Pen, frambjóðanda Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð forsetakosninganna á morgun. Skoðanakannanir síðustu daga hafa bent til að Macron hafi öruggt forskot á andstæðing sinn, Le Pen.Dreift á samfélagsmiðlum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. Macron og talsmönnum hans er þar með gert erfitt um vik að bregðast við því sem fram kemur án þess að gerast brotleg við kosningalög. Á sama tíma má telja líklegt að gögnunum sem lekið var verði dreift á samfélagsmiðlum og víðar. Tímasetning lekans virðist því á engan hátt vera einhver tilviljun, en gögnunum var stolið fyrir mörgum vikum.Árás á lýðræðið Talsmenn Macron sögðu í gær lekann vera „gríðarmikinn og samhæfðan“ og tilraun til að ráðast gegn lýðræðinu á sama hátt og gert var í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Talsmaður franskra yfirvalda segir að hvorki innanríkisráðuneytið né önnur ráðuneyti komi til með að tjá sig um málið þar sem bannað varð að fjalla um kosningarnar eftir miðnætti. Landskjörstjórn hefur skipað franska fjölmiðla til að fara varlega í umfjöllun um lekann og segir að hver sá sem birtir upplýsingar úr gögnunum fyrir kosningarnar verði ákærður. Hefur kjörstjórnin boðað til neyðarfundar í dag til að ræða málið. Ekki liggur fyrir hverjir standa að baki lekanum, en gögnin voru birt á síðunni Pastebin sem hýsir nafnlausar birtingar.
Frakkland Tengdar fréttir Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22 Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45 Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37 Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Macron eykur fylgi sitt dagana fyrir kosningar Macron mælist með 62 prósent fylgi en Le Pen 38 prósent í nýrri könnun Elabe. 5. maí 2017 08:22
Framboð Macrons fordæmir gríðar mikinn leka úr herbúðum frambjóðandans Segir hakkara reyna að grafa undan framboði hans. 5. maí 2017 22:45
Gera lokatilraun til að sannfæra kjósendur á síðasta degi kosningabaráttunnar Miðjumaðurinn Emmanuel Macron, sem leiðir í könnunum, ætlar að heimsækja borgina Rodez í dag sem er í suðurhluta landsins. 5. maí 2017 07:37
Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Forsetaframbjóðandi í Frakklandi sakaður um að eiga aflandsfélag. Neitar ásökunum og ætlar í mál gegn síðum sem halda því fram. Andstæðingur hans vakti máls á meintu aflandsfélagi í sjónvarpskappræðum þeirra. 5. maí 2017 07:00