Einkavæðing í kyrrþey Björn Leví Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 15:22 Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna!
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar