Macron ætlar í mál gegn þeim sem ásaka hann um að eiga aflandsfélag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron á fundi með stuðningsmönnum í Albi í gær. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur. Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði í mál gegn fjölmiðlum sem segja hann eiga aflandsfélag í Karíbahafinu. Greinir BBC frá því að saksóknarar í París rannsaki nú málið. „Við munum ekki hika við að sækja þá til saka sem dreifa þessum rógburði,“ sagði starfsmaður framboðs Macrons í samtali við frönsku fréttastofuna AFP í gær. Ásakanir um að Macron eigi dularfullt aflandsfélag fóru á flug á netmiðlum íhaldsmanna sem og á samfélagsmiðlum í vikunni. Á einni slíkri síðu, Zero Hedge, segir að Macron eigi aflandsfélag á eynni Nevis. Félag hans hafi átt í viðskiptum við fyrirtæki sem hafi áður gerst sekt um skattsvik. Deilt hefur verið um ágæti Zero Hedge og hún verið kölluð falsfréttasíða. Sjálfur tjáði Macron sig um fréttirnar í útvarpsviðtali í gær. Sagði hann þær falskar og lognar. Enn fremur væru sumar fréttasíðurnar sem fluttu fréttir af meintu aflandsfélagi nátengdar rússneskum hagsmunahópum.Marine Le Pen.vísir/EPAMarine Le Pen, andstæðingur Macrons og frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, vakti máls á ásökununum í sjónvarpskappræðum þeirra á miðvikudag. „Ég vona að við komumst ekki að því að þú eigir aflandsfélag. Ég vona það,“ sagði Le Pen. „Nei, fröken Le Pen, af því að það er rógburður,“ svaraði Macron. Kannanir gerðar á þeim sem horfðu á kappræðurnar birtust í gær. Segir í könnun BFMTV að 63 prósentum áhorfenda hafi þótt Macron standa sig betur. Þá hefði 58 prósentum kjósenda sósíalistans Jean-Luc Mélenchon litist betur á Macron og 58 prósentum kjósenda íhaldsmannsins Francois Fillon. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem BBC tekur saman mælist Macron nú með 59 prósenta fylgi en Le Pen 41 prósent. Kosið verður á sunnudag. Macron vonast líklega til þess að stuðningsyfirlýsing Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, tryggi honum fylgi en Obama lýsti opinberlega yfir stuðningi við Frakkann í gær. Slíka stuðningsyfirlýsingu fékk Le Pen ekki í gær. Hún þurfti hins vegar að þola eggjakast og hróp mótmælenda þegar hún var að tala við kjósendur.
Frakkland Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira