Um andlega mengun Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú hafir verið að skemmta þér og standir upp við húsvegg og bíðir eftir leigubíl. Þú sérð mann koma slagandi í átt að þér með skyrtuna upp úr buxunum. Hann er illa rakaður og af honum leggur sterka lykt af áfengi og svita. Hann gengur upp að þér og horfir stíft í augun á þér. Þú finnur af honum andremmuna og maginn herpist saman. Skyndilega hallar hann sér fram, þrýstir þér upp að veggnum og kyssir þig beint á munninn. Eftir kossinn, sem þér finnst vara í heila eilífið, sleppir hann þér og gengur í burtu. Hvernig líður þér? Líklega ekki vel. En það merkilegasta er, að ákveðinn hluti fólks finnur sig knúinn til að fara og þvo sér eftir að hafa séð þennan atburð fyrir sér. Hvernig má það vera? Honum líður nefnilega eins og hann sé skítugur eða mengaður þrátt fyrir að vera það í raun ekki. Þetta fyrirbæri nefnist á fræðimáli andleg mengun eða mental contamination á ensku. Algengustu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir þessari tilfinningu er að þvo sér, líkt og þeir sem þjást af þvottaáráttu. Því miður dugir sú lausn skammt þar sem sápa vinnur illa á óefnislegri mengun. Fólk reynir að sjálfsögðu einnig að forðast það sem valdið getur þessari tilfinningu, eftir fremsta megni. Hvað einkennir andlega mengun? Það er eðlilegt að finnast maður skítugur eftir að hafa komist í tæri við hættuleg eða ógeðsleg efni. Það er líka skynsamlegt að forðast snertingu við slíkt. Aðeins ung börn eru óhrædd við að snerta hvað sem er og stinga jafnvel upp í sig. Enda hafa þau takmarkaða þekkingu á smitvöldum. Ákveðinn hluti fólks verður hins vegar ofurupptekinn af hættum á þessu sviði, til dæmis því að komast í tæri við eiturefni, sýkla og jafnvel bera smit í aðra. Vandinn þarf þó ekki að snúast um efnislega mengun. Fólki getur fundist það andlega mengað eftir þá sem komið hafa illa fram eða brotið á þeim, svo dæmi séu nefnd. Það getur einnig óttast að verða fyrir andlegum áhrifum af öðrum, til dæmis verða verri maður við það að umgangast eða jafnvel líta, glæpamann augum. Þetta hljómar kannski undarlega en í raun blundar þessi tilfinning í okkur öllum, í meiri eða minni mæli. Hvernig þætti þér til dæmis að ganga í fötum af barnaníðingi? Ef þér finnst eitthvað ógeðfellt við það finnurðu líklega fyrir þessari tilfinningu í einhverjum mæli. Tilfinningin um að vera mengaður getur verið mjög sterk og þar af leiðandi ofursannfærandi. Manneskju, sem verður fyrir kynferðisofbeldi, getur fundist hún menguð svo árum og áratugum skiptir þrátt fyrir að útilokað sé að greina megi líkamvessa og aðrar leifar misyndismanns á húð hennar, þar sem húðfrumur endurnýja sig á 4-6 vikna fresti. Kynferðisbrot eru einmitt svo alvarleg af þeim sökum, að þau geta haft svo langvinn áhrif á hvernig fólki líður með sig. Andleg mengun dvínar ekki endilega með tímanum. Dónalegi vinnufélaginn sem unnið var með á menntaskólaárum getur enn verið álitinn mengaður tíu árum síðar. Heilu bæirnir orðið mengaðir í hugum fólks og því liðið eins og á vígvelli, stígi það út fyrir hússins dyr. Þá getur tilfinningin um að vera mengaður magnast upp með hugsunum einum og sér, eins og minningin um löngu liðið framhjáhald maka. Fólki getur einnig fundist það mengað ef það fær ógeðfelldar hugsanir enda gera menn í þessum hópi iðulega miklar kröfur til sín siðferðislega. Hvað er til ráða? Tilfinningin um að vera mengaður er afslaplega óþægileg og skiljanlegt að fólk grípi til sinna ráða. Allt líf fólks getur orðið undirlagt af því að halda tilfinningunni í skefjum og afstýra því að eitthvað slæmt gerist. Því miður duga aðgerðir fólks oft skammt og tilfinningin lætur aftur á sér kræla. Hins vegar er til meðferð þar sem unnið er markvisst að því að laga þessa líðan og nefnist sú meðferð hugræn atferlismeðferð. Fær fólk þar fræðslu um vandann og lærir smátt og smátt að breyta viðbrögðum sem auka vanlíðan og viðhalda þessum vanda. Ég hvet alla, sem glíma við þennan hamlandi vanda að skoða möguleikann á að sækja sér þá meðferð.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun