Línan, sem ber heitið La Modernité de la Antiquité sækir innblástur frá forn grískri menningu. Sýningin fór fram á Grand Palais, sama stað og Chanel byggði upp geimfar í lok febrúar.
Heildarútkoman var vægast sagt einstök og skemmtileg. Farið var alla leið með gríska þemað, allt frá fötum og fylgihlutum upp í arkitektúr og uppsetningu.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af því sem fór fram á sýningunni í morgun.







