KR-vörninni splundrað með sex sendingum | Sjáðu glæsilegt sigurmark Víkinga Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2017 13:30 Víkingur vann sigur á KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði hollenski framherjinn Geoffrey Castillion á 73. mínútu.Þetta var fyrsti sigur Víkinga í Frostaskjóli í tíu ár eða síðan Sinisa Kekic tryggði liðinu öll þrjú stigin sumarið 2007 en það sama ár féll Víkingsliðið niður í 1. deildina. KR komst yfir með marki Tobiasar Thomsen á níundu mínútu en Dofri Snorrason jafnaði metin á 61. mínútu áður en Castillion tryggði Fossvogsliðinu sigurinn. Sigurmarkið var virkilega fallegt en Víkingar fóru frá teig í teig á 17 sekúndum með sex sendingum. Boltinn byrjaði hjá Róberti Erni Óskarssyni í markinu en Alan Lowing gaf boltann svo á Alex Frey Hilmarsson sem sneri og renndi honum út á vænginn á Vladimir Tufegdzic. Fyrirgjöfin var góð og Castillion skoraði.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet#pepsi365@vikingurfcpic.twitter.com/TE2uXD7Zi7 — Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, var hrifinn af frammistöðu Víkinga og hvernig leikáætlun þeirra gekk upp í Vesturbænum. „Milos [Milojevic, þjálfari Víkings] fer í svæðin sem myndast í þriggja manna vörnum sem eru á bakvið vængbakverðina. Hann keyrir á þau. Alex Freyr Hilmarsson leggur upp fullt af tækifærum fyrir Túfa að hlaupa í og hann hleypur í þau frábærlega. Við sjáum bara hvernig annað markið var,“ sagði Óskar. „Víkingarnir voru með plan og þeir náðu að framkvæma það meiriháttar vel. Mér fannst þeir allan tímann fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar stjóra leiknum. Þó þeir væru ekki með boltann voru þeir að stjórna leiknum því KR-ingarnir fengu ekki að gera það sem þeir vildu gera,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sigurmarkið má sjá hér að ofan en umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Víkingur vann sigur á KR, 2-1, í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Sigurmarkið skoraði hollenski framherjinn Geoffrey Castillion á 73. mínútu.Þetta var fyrsti sigur Víkinga í Frostaskjóli í tíu ár eða síðan Sinisa Kekic tryggði liðinu öll þrjú stigin sumarið 2007 en það sama ár féll Víkingsliðið niður í 1. deildina. KR komst yfir með marki Tobiasar Thomsen á níundu mínútu en Dofri Snorrason jafnaði metin á 61. mínútu áður en Castillion tryggði Fossvogsliðinu sigurinn. Sigurmarkið var virkilega fallegt en Víkingar fóru frá teig í teig á 17 sekúndum með sex sendingum. Boltinn byrjaði hjá Róberti Erni Óskarssyni í markinu en Alan Lowing gaf boltann svo á Alex Frey Hilmarsson sem sneri og renndi honum út á vænginn á Vladimir Tufegdzic. Fyrirgjöfin var góð og Castillion skoraði.KR-Víkingur 1-2. Verðskuldað. #fotboltinet#pepsi365@vikingurfcpic.twitter.com/TE2uXD7Zi7 — Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) May 1, 2017 Óskar Hrafn Þorvaldsson, sérfræðingur Pepsi-markanna, var hrifinn af frammistöðu Víkinga og hvernig leikáætlun þeirra gekk upp í Vesturbænum. „Milos [Milojevic, þjálfari Víkings] fer í svæðin sem myndast í þriggja manna vörnum sem eru á bakvið vængbakverðina. Hann keyrir á þau. Alex Freyr Hilmarsson leggur upp fullt af tækifærum fyrir Túfa að hlaupa í og hann hleypur í þau frábærlega. Við sjáum bara hvernig annað markið var,“ sagði Óskar. „Víkingarnir voru með plan og þeir náðu að framkvæma það meiriháttar vel. Mér fannst þeir allan tímann fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar stjóra leiknum. Þó þeir væru ekki með boltann voru þeir að stjórna leiknum því KR-ingarnir fengu ekki að gera það sem þeir vildu gera,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sigurmarkið má sjá hér að ofan en umræðuna úr Pepsi-mörkunum má sjá í spilaranum hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30 Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. 1. maí 2017 22:30
Svona fagna menn sínum fyrsta sigri í Frostaskjóli í tíu ár | Myndband Víkingar unnu einn óvæntasta sigur fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla þegar þeir sóttu þrjú stig á KR-völlinn í kvöld. 1. maí 2017 22:30