Ekki vera nasisti Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 2. maí 2017 11:25 Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að bera fólk sem berst gegn hatursorðræðu eða krefst þess að fólk beri ábyrgð á opinberum ummælum sínum við nasista og einræðisherra er að verða að þrálátu stefi þjóðfélagsumræðunni. Fólk sem á opinberum vettvangi lætur út úr sér hatursfull ummæli um hinsegin fólk, hvetur til ofbeldis gegn múslimum eða kennir þolendum stafrænna kynferðisbrota um brotin eru þar talin helstu fórnarlömb fasískra réttlætisriddara. Það að fólk fái ekki að tjá skoðanir sínar án þess að þær séu gagnrýndar eða það séu afleiðingar er augljós skerðing á þeirra tjáningarfrelsi og kröfur um að þau beri ábyrgð, rekin úr vinnu sinni eða séu sótt til saka eru taldir fasískir tilburðir og jafnvel bornir saman við aðferðir þriðja ríksins í seinni heimstyrjöldinni. Það er aukaatriði að það sé hluti af tjáningarfrelsi að gagnrýna opinber ummæli og kemur þessu augljóslega ekkert við. Fólkið sem vill láta hvað sem er út úr sér án afleiðinga keppist við að gagnrýna fólkið sem gagnrýnir þau og fer að kvarta undan því að það sé að þeirra rétti vegið. Þeir hópar sem eru þolendur hatursorðræðunnar eða kynferðisofbeldis eiga bara að hafa hljótt og sætta sig við málefnalega og opna umræðu. Öll gagnrýni er kveðin niður með einu orði: tjáningarfrelsi. Öllum er því leyfilegt að tjá sitt hatur, hvetja til hatursaðgerða og ýta undir skaðlegar hugmyndir sem leiða til frekari kúgunar og jaðarsetningar. Þrátt fyrir að það hafi margsinnið sýnt sig að hatursfull orðræða leiði til fordóma, sem leiðir til mismununar, sem leiðir síðar til aðgerða á borð við ofbeldi og útrýmingu heils hóps fólks, þá á fólk að fá að tjá hatur sitt opinberlega án neinna afleiðinga. Útrýmingarbúðir á borð við þær sem eiga sér nú stað í Tjetsjeníu eru þá væntanlega ekki af sökum hatursorðræðu heldur er gjörsamlega ótengt að öllu leyti. Enginn þarf að bera ábyrgð á orðum sínum og þess sem þau geta leitt til og það er mjög langsótt að telja að hatursorðræða geti leitt til slíks. Tjáningarfrelsið firrar þig ábyrgð. Engar áhyggjur. Ef þú ert í valdastöðu gagnvart hópum fólks í samfélaginu í starfi þínu þá er það alveg í lagi að segja hvað sem þú vilt og búast ekki við neinum afleiðingum. Vegna þess að þú hefur tjáningarfrelsi. Allar kröfur um að það verði hugsanlegar afleiðingar vegna opinberra ummæla sem verja kynferðisafbrotamenn er auðvelt að kveða niður með að bera það saman við nasisma og fasíska tilburði. Fólk sem gagnrýnir slík ummæli eru bara nasistar. Vegna þess að það er fullkomlega samanburðarhæft að fólk í jaðarstöðu krefjist virðingar og réttlætis og að fasísk stjórnvöld sem myrtu 6 milljónir manna í útrýmingarbúðum losi sig við fólk sem gagnrýnir einræðisstefnu þeirra. Ekki krefjast virðingar eða réttlætis. Ekki krefjast þess að fólk beri ábyrgð á orðum sínum. Ekki vera nasisti.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun