Bandaríkin gerðu loftárás á Assad-liða 19. maí 2017 12:45 Viðvörunarskotum var hleypt af en bílalestinni var ekki snúið við. Vísir/Getty Bandarískir flugmenn gerðu í gær loftárás á bílalest vopnaðra manna sem eru hliðhollir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þetta gerðist í suðurhluta Sýrlands þar sem bandarískir sérsveitarmenn berjast með uppreisnarmönnum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Assad-liðarnir, sem munu ekki vera meðlimir stjórnarhersins, voru á leið í átt að al-Tanf herstöðinni við sem er nærri landamærum Sýrlands, Íraks og Jórdaníu. Herstöðin er í notkun Bandaríkjanna og þeir segja árásina hafa verið varnarlegs eðlis. Yfirvöld Sýrlands og Rússlands hafa fordæmt árásina. Auk fjölda vopnaðra manna voru nokkrir skriðdrekar í bílalestinni. Viðvörunarskotum var hleypt af en bílalestinni var ekki snúið við.Samkvæmt frétt Washington Post eyðilögðust fjögur til fimm farartæki í árásinni auk minnst eins skriðdreka og vinnutækja. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir uppreisnarmaður að í bílalestinni hafi verið meðlimir vígahópa sem studdir eru af ríkisstjórn Sýrlands og Íran. Þeir hafi verið í átt að herstöðinni þegar til átaka hafi komið á milli þeirra og uppreisnarmanna. Assad-liðar hafa á undanförnum vikum sótt stíft gegn uppreisnarmönnum, sem eru studdir af Bandaríkjunum og Jórdaníu, í suðurhluta Sýrlands. Samkvæmt BBC hafa hundruð manna verið sendir á svæðið og uppreisnarmenn segja það hafa verið gert til að stöðva sókn þeirra gegn ISIS.May 18 #Coalition struck #Syrian pro-regime forces advancing in a de-confliction zone near At Tanf posing a threat to #US partner forces1/3— Inherent Resolve (@CJTFOIR) May 18, 2017 This was despite #Russian attempts to dissuade pro-regime movement towards At Tanf, #Coalition aircraft show of force, & warning shots2/3— Inherent Resolve (@CJTFOIR) May 18, 2017 #Coalition forces have operated in the At Tanf area for many months training & advising vetted partner forces who are fighting #ISIS.3/3— Inherent Resolve (@CJTFOIR) May 18, 2017 Mið-Austurlönd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Bandarískir flugmenn gerðu í gær loftárás á bílalest vopnaðra manna sem eru hliðhollir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Þetta gerðist í suðurhluta Sýrlands þar sem bandarískir sérsveitarmenn berjast með uppreisnarmönnum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Assad-liðarnir, sem munu ekki vera meðlimir stjórnarhersins, voru á leið í átt að al-Tanf herstöðinni við sem er nærri landamærum Sýrlands, Íraks og Jórdaníu. Herstöðin er í notkun Bandaríkjanna og þeir segja árásina hafa verið varnarlegs eðlis. Yfirvöld Sýrlands og Rússlands hafa fordæmt árásina. Auk fjölda vopnaðra manna voru nokkrir skriðdrekar í bílalestinni. Viðvörunarskotum var hleypt af en bílalestinni var ekki snúið við.Samkvæmt frétt Washington Post eyðilögðust fjögur til fimm farartæki í árásinni auk minnst eins skriðdreka og vinnutækja. Í samtali við Reuters fréttaveituna segir uppreisnarmaður að í bílalestinni hafi verið meðlimir vígahópa sem studdir eru af ríkisstjórn Sýrlands og Íran. Þeir hafi verið í átt að herstöðinni þegar til átaka hafi komið á milli þeirra og uppreisnarmanna. Assad-liðar hafa á undanförnum vikum sótt stíft gegn uppreisnarmönnum, sem eru studdir af Bandaríkjunum og Jórdaníu, í suðurhluta Sýrlands. Samkvæmt BBC hafa hundruð manna verið sendir á svæðið og uppreisnarmenn segja það hafa verið gert til að stöðva sókn þeirra gegn ISIS.May 18 #Coalition struck #Syrian pro-regime forces advancing in a de-confliction zone near At Tanf posing a threat to #US partner forces1/3— Inherent Resolve (@CJTFOIR) May 18, 2017 This was despite #Russian attempts to dissuade pro-regime movement towards At Tanf, #Coalition aircraft show of force, & warning shots2/3— Inherent Resolve (@CJTFOIR) May 18, 2017 #Coalition forces have operated in the At Tanf area for many months training & advising vetted partner forces who are fighting #ISIS.3/3— Inherent Resolve (@CJTFOIR) May 18, 2017
Mið-Austurlönd Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira