Honda Civic Type R rúllar á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2017 14:00 Hondan við það að rúlla á þakið og þannig endaði bílferðin þann daginn. Óheppin eru tíð á Nürburgring brautinni þýsku en þar reyna flestir að ná sem bestum tíma á 20 km langri brautinni og sumir þeirra í viðleitni sinni til að slá met í hinum ýmsu flokkum bíla. Á þessu fékk Honda Civic Type R að kenna þegar ökumaður hans ofgerði bílnum í krappri beygju en hann var ekki á vegum Honda í brautinni, heldur á sínum eigin bíl sem væntanlega er erfitt að tryggja fyrir svona slysum. Hann ber því líklega tjónið alfarið sjálfur. Það er reyndar Honda Civic Type R sem á metið á Nürburgring brautinni á meðal fjöldaframleiddra framhjóladrifsbíla, enda er hann 306 hestafla spyrnukerra með mikla akstursgetu, en eins og hér sést má ofgera bílnum samt. Ökumanninn sakaði ekki í þessari veltu og steig hann fljótlega, nokkuð skelkaður þó, út úr bíl sínum. Sem betur fór voru þeir tveir Porsche bílar sem á eftir komu ekki mjög nálægt Honda bílnum og náði að stoppa í tæka tíð. Það skýrir kannski betur út veltuna að hafa tvo slíka bíla í baksýnisspeglinum og ef til vill hafa hug á því að halda þeim fyrir aftan sig. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Óheppin eru tíð á Nürburgring brautinni þýsku en þar reyna flestir að ná sem bestum tíma á 20 km langri brautinni og sumir þeirra í viðleitni sinni til að slá met í hinum ýmsu flokkum bíla. Á þessu fékk Honda Civic Type R að kenna þegar ökumaður hans ofgerði bílnum í krappri beygju en hann var ekki á vegum Honda í brautinni, heldur á sínum eigin bíl sem væntanlega er erfitt að tryggja fyrir svona slysum. Hann ber því líklega tjónið alfarið sjálfur. Það er reyndar Honda Civic Type R sem á metið á Nürburgring brautinni á meðal fjöldaframleiddra framhjóladrifsbíla, enda er hann 306 hestafla spyrnukerra með mikla akstursgetu, en eins og hér sést má ofgera bílnum samt. Ökumanninn sakaði ekki í þessari veltu og steig hann fljótlega, nokkuð skelkaður þó, út úr bíl sínum. Sem betur fór voru þeir tveir Porsche bílar sem á eftir komu ekki mjög nálægt Honda bílnum og náði að stoppa í tæka tíð. Það skýrir kannski betur út veltuna að hafa tvo slíka bíla í baksýnisspeglinum og ef til vill hafa hug á því að halda þeim fyrir aftan sig.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent