Versti dagur forsetatíðar Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. maí 2017 13:15 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/AFP Hvert áfallið á fætur öðru hefur dunið á starfsmönnum Hvíta hússins á síðustu dögum. Dagurinn í gær var hins vegar sá versti síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Svo segir háttsettur embættismaður innan hússins við Politico. Starfsmenn Trump eyddu öllum deginum í að bregðast við fréttum sem eru líklegar til að draga dilk á eftir sér.Sjaldan er ein báran stök Í síðustu viku rak Trump yfirmann FBI, James Comey. Trump viðurkenndi í kjölfarið að hann hefði gert það vegna rannsóknar FBI á mögulegum tengslum framboðs Trump við aðgerðir yfirvalda í Rússlandi til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Trump fylgdi því svo eftir með því að hóta Comey ef sá síðarnefndi myndi leka gögnum í fjölmiðla. Þeir funduðu þrisvar sinnum eftir að Trump tók við embætti og við þau tilefni spurði Trump Comey út í rannsókn FBI. Þá fundaði Trump með rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu í síðustu viku, utanríkisráðherranum Sergey Lavrov og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Á mánudagskvöldið bárust fregnir um að Trump hefði deilt trúnaðarupplýsingum með Rússunum sem hafi komið frá Ísrael. Starfsmenn Hvíta hússins vörðu meirihluta gærdagsins í að verjast þeim fregnum af miklum mætti. Svo tísti Trump þar sem hann virtist viðurkenna að hafa deilt trúnaðarupplýsingum og sagðist hafa rétt á því sem forseti. Þá sneru Trump-liðar sér að því að lekar innan hins opinbera til fjölmiðla væru stóra vandamálið og að þeir ógnuðu öryggi Bandaríkjanna. Í gærkvöldi sagði New York Times svo frá því að Trump hefði beðið Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Það gerði forsetinn nokkrum dögum eftir að Flynn var neyddur til að segja af sér. Þá hafði hann sagt ósatt um fundi sína við Sergey Kislyak, sendiherra. Allt þetta hefur valdið miklum usla innan Hvíta hússins.Starfsmenn Hvíta hússins segjast ekki vita hvað gerist næst og það sé það eina sem þeir séu að hugsa um.Politico ræddi við fjölda starfsmanna sem lýsa þeirri tilfinningu að setið sé um þá. Þeir vita ekki hver sé að leka upplýsingum í fjölmiðla né hverju verði lekið næst. Einn þeirra sagði starfsmönnunum líða eins og þeir væru hjálparvana.New York Times segir starfsmenn Trump hafa áhyggjur af störfum sínum og að skap forsetans hafi farið versnandi í gær. Trump er sagður hafa gargað á aðstoðarmenn sína að þeir væru ekki störfum sínum vaxnir. Þá mun Trump hafa kallað á fund sinn þau Sean Spicer upplýsingafulltrúa, Söruh Huckabee Sanders aðstoðarupplýsingafulltrúa og Michael Duke, yfirmann almannatengsladeildar Hvíta hússins. Þar sagði forsetinn þeim að þau þyrftu að vera samstíga í ummælum sínum. Undanfarna daga hafa verið upp miklar vangaveltur þess efnis að Trump ætli sér að reka Spicer. Forsetinn mun hafa sagt aðstoðarmönnum sínum að hann viti að hann þurfi að gera stórar breytingar. Hins vegar viti hann ekki í hvaða átt hann eigi að fara eða hverja hann eigi að velja.James Comey.Vísir/AFPÁhyggjur meðal þingmanna Þingmaðurinn Jason Chaffetz, sem leiðir eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar, hefur farið fram á að nefndin fái afhent þau minnisblöð sem Comey skrifaði um fundi sína með Trump. Hefur hann gefið FBI viku til að afhenda þau ella muni hann stefna FBI til að fá blöðin. Hvíta húsið segir minnisblöðin, eins og fjölmiðlar hafa lýst þeim, ekki endurspegla fund Trump og Comey með réttum hætti. Þingmenn beggja flokka hafa nú kallað eftir því að Comey komi fyrir þingnefnd og segi sína hlið. Demókratar kalla enn eftir sjálfstæðum saksóknara til að taka við Rússarannsókninni en repúblikanar taka ekki svo djúpt í árinni. Fyrst vilja þeir heyra í Comey, sem hefur enn ekki tjáð sig sjálfur um málið.Samkvæmt Washington Post hefur pressan þó aukist verulega á þingmenn Repúblikanaflokksins. Þeir hafa þó flestir hingað til einungis sagt hafa áhyggjur af stöðunni og lítið annað. Wow: @CBSThisMorning says it asked 20 GOP lawmakers to be a guest this AM to talk about Trump. And asked the WH for someone. ALL declined.— Ed O'Keefe (@edatpost) May 17, 2017 Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Hvert áfallið á fætur öðru hefur dunið á starfsmönnum Hvíta hússins á síðustu dögum. Dagurinn í gær var hins vegar sá versti síðan Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Svo segir háttsettur embættismaður innan hússins við Politico. Starfsmenn Trump eyddu öllum deginum í að bregðast við fréttum sem eru líklegar til að draga dilk á eftir sér.Sjaldan er ein báran stök Í síðustu viku rak Trump yfirmann FBI, James Comey. Trump viðurkenndi í kjölfarið að hann hefði gert það vegna rannsóknar FBI á mögulegum tengslum framboðs Trump við aðgerðir yfirvalda í Rússlandi til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Trump fylgdi því svo eftir með því að hóta Comey ef sá síðarnefndi myndi leka gögnum í fjölmiðla. Þeir funduðu þrisvar sinnum eftir að Trump tók við embætti og við þau tilefni spurði Trump Comey út í rannsókn FBI. Þá fundaði Trump með rússneskum embættismönnum í Hvíta húsinu í síðustu viku, utanríkisráðherranum Sergey Lavrov og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergey Kislyak. Á mánudagskvöldið bárust fregnir um að Trump hefði deilt trúnaðarupplýsingum með Rússunum sem hafi komið frá Ísrael. Starfsmenn Hvíta hússins vörðu meirihluta gærdagsins í að verjast þeim fregnum af miklum mætti. Svo tísti Trump þar sem hann virtist viðurkenna að hafa deilt trúnaðarupplýsingum og sagðist hafa rétt á því sem forseti. Þá sneru Trump-liðar sér að því að lekar innan hins opinbera til fjölmiðla væru stóra vandamálið og að þeir ógnuðu öryggi Bandaríkjanna. Í gærkvöldi sagði New York Times svo frá því að Trump hefði beðið Comey um að binda enda á rannsókn FBI á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump. Það gerði forsetinn nokkrum dögum eftir að Flynn var neyddur til að segja af sér. Þá hafði hann sagt ósatt um fundi sína við Sergey Kislyak, sendiherra. Allt þetta hefur valdið miklum usla innan Hvíta hússins.Starfsmenn Hvíta hússins segjast ekki vita hvað gerist næst og það sé það eina sem þeir séu að hugsa um.Politico ræddi við fjölda starfsmanna sem lýsa þeirri tilfinningu að setið sé um þá. Þeir vita ekki hver sé að leka upplýsingum í fjölmiðla né hverju verði lekið næst. Einn þeirra sagði starfsmönnunum líða eins og þeir væru hjálparvana.New York Times segir starfsmenn Trump hafa áhyggjur af störfum sínum og að skap forsetans hafi farið versnandi í gær. Trump er sagður hafa gargað á aðstoðarmenn sína að þeir væru ekki störfum sínum vaxnir. Þá mun Trump hafa kallað á fund sinn þau Sean Spicer upplýsingafulltrúa, Söruh Huckabee Sanders aðstoðarupplýsingafulltrúa og Michael Duke, yfirmann almannatengsladeildar Hvíta hússins. Þar sagði forsetinn þeim að þau þyrftu að vera samstíga í ummælum sínum. Undanfarna daga hafa verið upp miklar vangaveltur þess efnis að Trump ætli sér að reka Spicer. Forsetinn mun hafa sagt aðstoðarmönnum sínum að hann viti að hann þurfi að gera stórar breytingar. Hins vegar viti hann ekki í hvaða átt hann eigi að fara eða hverja hann eigi að velja.James Comey.Vísir/AFPÁhyggjur meðal þingmanna Þingmaðurinn Jason Chaffetz, sem leiðir eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar, hefur farið fram á að nefndin fái afhent þau minnisblöð sem Comey skrifaði um fundi sína með Trump. Hefur hann gefið FBI viku til að afhenda þau ella muni hann stefna FBI til að fá blöðin. Hvíta húsið segir minnisblöðin, eins og fjölmiðlar hafa lýst þeim, ekki endurspegla fund Trump og Comey með réttum hætti. Þingmenn beggja flokka hafa nú kallað eftir því að Comey komi fyrir þingnefnd og segi sína hlið. Demókratar kalla enn eftir sjálfstæðum saksóknara til að taka við Rússarannsókninni en repúblikanar taka ekki svo djúpt í árinni. Fyrst vilja þeir heyra í Comey, sem hefur enn ekki tjáð sig sjálfur um málið.Samkvæmt Washington Post hefur pressan þó aukist verulega á þingmenn Repúblikanaflokksins. Þeir hafa þó flestir hingað til einungis sagt hafa áhyggjur af stöðunni og lítið annað. Wow: @CBSThisMorning says it asked 20 GOP lawmakers to be a guest this AM to talk about Trump. And asked the WH for someone. ALL declined.— Ed O'Keefe (@edatpost) May 17, 2017
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira