Hin fötluðu og kerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. maí 2017 10:10 Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun