Sænski sjarmörinn finnur ekki fyrir pressunni Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 12. maí 2017 09:15 Svíinn Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. NORDICPHOTOS/GETTY Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“ Eurovision Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
Robin Bengtsson er talinn líklegur sigurvegari í Eurovision með lagið sitt I Can't Go On. Hann segist vera að njóta ferðalagsins og finnur meira fyrir gleði en pressu. „Ég er spenntur fyrir morgundeginum. Atriðið er gott og mér fannst ekkert mál að byrja í forkeppninni. Atriðið er þannig að það hentaði vel til að byrja,“ segir hjartaknúsarinn Robin Bengtsson frá Svíþjóð. Eins og venjulega er Svíum spáð góðu gengi og þótt flestir spái Ítölum sigri er meðbyrinn með laginu hans, I Can’t Go On, að aukast. Allavega hér í Kænugarði. Portúgalar eru einnig taldir líklegir til afreka. Svíar eru þyrstir í fréttir af Eurovision og flestir fjölmiðlar þaðan eru hér og hafa ekkert nema gott um sjarmatröllið að segja. „Svíar eru mjög ánægðir með hann. Ég hef talað við hann nokkrum sinnum og hann er nokkuð bjartsýnn. Hann talaði reyndar um ítalska lagið og það spá því flestir sigri þannig að ég held að ítalska lagið taki þetta,“ segir Ellinor Svensson, blaðakona frá Expressen í Svíþjóð. Sjálfur segist Robin vera pollrólegur yfir öllu fjölmiðlafárinu, bæði frá alþjóðlegum blaðamönnum og þeim sænsku.„Væntingarnar heima eru nokkuð miklar. Það eru margir sem horfa og vonast eftir góðum úrslitum. Ég finn að Svíþjóð fylgist vel með en ég finn ekki mikið fyrir pressunni. Ég er hér til að skemmta mér og vonandi öðrum og gera mitt besta í þessar þrjár mínútur sem ég hef á sviðinu.“Ellinor Svensson er blaðakona hjá Expressen í Svíþjóð.Robin varð þriðji í sænska Idol-inu fyrir níu árum. Síðan hefur ferill hans verið að hefja sig hægt og rólega á flug. Hann tók fyrst þátt í sænsku undankeppninni, Melodifestival, í fyrra með lagið Constellation Prize og varð fimmti. „Ég lít á þetta frekar sem mikinn heiður en eitthvað annað að vera hér. Þetta er ákveðinn draumur hjá mér að rætast og ég mun gera mitt allra besta. Ef Svíar sjá það þá vona ég að þeir verði stoltir af mér,“ segir hann en Melodifestival er trúlega ein flottasta undankeppni Evrópu. Þar leggja Svíar allt í sölurnar og forkeppni þeirra hófst í febrúar og lauk um mánuði síðar. Fjórar forkeppnir eru haldnar og svo keppa lög sem fá annan séns. Um 13 milljón atkvæði voru send inn sem er met. Lag Robins varð þriðja í símaatkvæðagreiðslunni en dómararnir sendu lagið áfram með miklum meirihluta atkvæða. Fékk hann 96 stig en lagið Hold On 20 stigum minna. Robin segir að öll Norðurlöndin hafi sent góð lög í keppnina í ár og er ánægður með Svölu og hennar lag þrátt fyrir að okkar kona hafi verið skilin eftir. „Allar Norðurlandaþjóðirnar sendu góð lög inn í ár að mínu mati. Þau eru nútímaleg lög, öll á sinn hátt. Lagið hennar Svölu, Paper, er líkt og mörg lög frá Íslandi með mikinn kraft og skemmtilegt og það var leiðinlegt að það skyldi ekki komast áfram.“
Eurovision Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira