Íslenski hópurinn verður áfram í Úkraínu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2017 11:29 Felix Bergsson með hjónunum Einari og Svölu á blaðamannafundi á dögunum. vísir/eurovision.tv „Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“ Eurovision Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
„Við verðum úti fram á sunnudag. Það var það hagkvæmasta í stöðunni. Þannig að hér er fólk bara að chilla og bíða eftir að komast heim á sunnudag,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Kænugarði. Sem kunnugt er komst hópurinn, með Svölu Björgvinsdóttur í fararbroddi, ekki upp úr fyrri undanriðli Eurovision. Felix segir að í framhaldinu hafi verið reynt að finna flug heim en að það hafi verið of kostnaðarsamt og því verði hópurinn úti um helgina. „Breytingagjald á hverjum miða eru um 120 evrur, því þetta eru tveir leggir, og þetta var bara vonlaust mál. Við fáum eiginlega ekkert endurgreitt á hótelinu og úr varð að við verðum hér fram á sunnudag. Menn eru bara að sleikja sárin í rólegheitunum og við RÚV-ararnir vinnum bara okkar vinnu hér áfram.“Seinni keppnin mun slappari Felix segir mikla gleði ríkja innan hópsins þrátt fyrir að hafa ekki komist upp úr undankeppninni. Allir séu afar sáttir við framlag Íslendinga í ár. „Stemningin er rosalega góð og menn eru mjög sáttir. En núna er seinni undankeppnin og svekkjandi að sjá hvað hún er miklu, miklu slappari en þessi undanriðill sem við vorum í. Ég held það sé niðurstaða flestra sem sjá það að úr þeim undanriðli hefðum við átt meiri möguleika á að komast áfram. En það er eitthvað sem þýðir ekkert að velta fyrir okkur,“ segir hann.Bara sumir fá miða Þá segir Felix aðspurður að fólk sé spennt fyrir aðalkeppninni en uppáhalds lög íslenska hópsins er það sænska, ítalska og portúgalska. Hins vegar fái aðeins hluti hópsins miða á keppnina. „Við eigum ekki miða fyrir alla. Við fáum miða á æfingar og nokkra miða á Grand Final, en það eru líka sumir sem vilja taka því rólega á laugardagkvöldinu því við fljúgum mjög snemma á sunnudagsmorgninum. Aðrir verða að fylgjast með á hótelinu eða Euro-village eða annars staðar.“
Eurovision Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira