Til skoðunar að breyta Söngvakeppninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2017 13:07 Svala Björgvinsdóttir hlaut yfirburðarkosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Hún komst ekki upp úr undankeppni Eurovision í gærkvöldi. VÍSIR/ANDRI MARÍNÓ Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina. Eurovision Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira
Til greina kemur að endurskoða fyrirkomulagið á undankeppni Eurovision, Söngvakeppninni, hér á landi, segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Ómögulegt sé þó að segja til um hvers vegna Íslendingar hafi ekki hlotið hljómgrunn annarra Evrópuþjóða – þrjú ár í röð.Allir möguleikar skoðaðir „Við gerum upp keppnina á hverju ári þegar hún er afstaðin. Við skoðum með opnum huga hvort það sé eitthvað sem við viljum breyta og hvort það sé eitthvað sem við getum lagtfært eða bætt sem geti aukið líkurnar á því að okkur gangi vel í keppninni úti,“ segir Skarphéðinn í samtali við fréttastofu. Allir möguleikar verði skoðaðir. „Markmiðið er að komast í úrslitin, lokaúrslitin, en þegar það gengur ekki eftir þá hljótum við að velta fyrir okkur hvort það sé eitthvað annað sem við þurfum að gera og hversu langt við viljum ganga til þess að auka líkurnar.“ Skarphéðinn segir hins vegar afar ólíklegt að Söngvakeppni Sjónvarpsins verði slegin af. „Við útilokum ekkert, en ég tel ólíklegt að við viljum fara þá leið. Það er einfaldlega vegna þess að áhuginn á söngvakeppninni er það mikill og við teljum mikilvægt að þjóðin fái að ráða því hvaða lag fer þarna út,“ segir hann.Ekki líklegt til vinsælda að fara í fyrra horf Þá yrði það ekki líklegt til vinsælda að velja sérstakt lag, eða að kaupa sérstakt lag, án aðkomu þjóðarinnar. „Ég er ekkert viss um að það myndi falla í neitt sérstaklega góðan jarðveg að fara aftur í fyrra horf þar sem það er keypt eitthvað sérstakt lag eða valið eitthvað sérstakt lag án aðkomu þjóðarinnar. Til dæmis að kaupa einhver sænsk lög eins og stundað er í Austur-Evrópu, sem við teljum að séu örugg til að vinna. Ef það gengur ekki eftir er ég viss um að viðbrögðin yrðu sterk og neikvæð.“ Að öðru leyti segist Skarphéðinn afar sáttur við frammistöðu Svölu Björgvinsdóttur. Bæði þjóðin og dómnefnd Söngvakeppninnar hafi verið sammála um að þetta hafi verið besta lagið og að Íslendingar megi vera stoltir af fulltrúa sínum. Næstu skref verði að skoða með opnum huga hvað hægt sé að gera til þess að bæta keppnina hér heima, og aðspurður segir hann koma til greina að gefa meiri slaka í reglum um keppnina.
Eurovision Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Sjá meira