Skoðun

Tengsl milli sveigjanleika og kulnunar og streitu?

Haraldur F. Gíslason skrifar
Í fréttum undanfarið hefur verið fjallað um streitu og kulnun í starfi. Í tölum frá Virk kemur fram að kennarar leita meira til Virk en aðrar starfsstéttir. Er þar átt við um leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennara.

Athyglisvert er að skoða hlutfall þeirra sem leita til Virk innan kennarastéttarinnar. Hlutfallslega koma flestir þeir kennarar sem leita til Virk frá leikskólastiginu og vekur það upp spurningar um starfsaðstæður leikskólakennara.

Það er staðreynd að hvergi er eins lítill kjarasamningsbundinn tími til undirbúnings en á leikskólastiginu. Eins er almennt minni sveigjanleiki í starfi í leikskólum en á öðrum skólastigum. Einnig er ekki skilgreindur tími í kjarasamningi til starfsþróunar á leikskólastiginu.

Það er því rétt að velta upp þeirri spurningu hvort það sé beint samband milli álags og sveigjanleika í starfi. Aukinn sveigjanleiki virðist draga úr streituvöldum í starfi.

Það er nauðsynlegt að bregðast strax við og vinna markvisst að því að bæta starfsumhverfi í leikskólum. Það sem skiptir mestu máli er að fækka börnum, auka afleysingu, fjölga undirbúningstímum umtalsvert og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Þessir þættir eru allir líklegir til að bæta starfsumhverfið og vinna gegn álagi og kulnun í starfi.

Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×