Ilmandi fegurð á stóra daginn Kynning skrifar 29. maí 2017 11:30 „Það er gaman að fylgjast með brúðhjónum koma saman nokkru fyrir brúðkaupið og eiga rómantíska stund við að velja sér ilmi til að bera á stóra daginn. Ilmurinn kveikir á minningum um þessa fallegu stund í framtíðinni og þetta er því eitthvað sem þau eiga alltaf saman,“ segir Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison Ilmhúss í Aðalstræti 9. Í versluninni er boðið upp á úrval af hágæða ilmvötnum og snyrtivörum frá merkjum sem eru í algjörum sérflokki. „Við erum einnig með híbýlailmi og alls kyns aðrar vörur sem henta mjög vel til tækifærisgjafa,“ segir Lísa og nefnir sem dæmi að vinahópar komi oft og velji ilmi fyrir brúði eða brúðguma eftir því sem þeim finnst hæfa persónuleika viðkomandi. „Þá fylgir alltaf prufa með ilmvatninu hjá okkur svo að viðkomandi getur prufað ilminn áður og ef honum fellur ekki ilmurinn þá skiptum við honum í einhvern ilm sem hentar betur. Þetta er persónuleg gjöf og það er oft áhugavert að sjá hvernig vinir túlka persónuleika hver annars í ilmi, það skapast of miklar umræður og pælingar,“ bætir Lísa við og hlær.„Við erum umboðsaðili fyrir allar okkar vörur og höfum valið merki inn í verslunina sem eru algjörlega í sérflokki á heimsvísu. Hér eru það gæðin sem ráða ferðinni en ekki duttlungar markaðssetningar eða fjöldaframleiðslu. Fólk er í auknum mæli að átta sig á þessari hugmyndafræði sem við fylgjum og það er mjög gefandi að verða vitni að því,“ segir Lísa og bætir við að gæðavörur þurfi ekkert alltaf að vera dýrari en aðrar, sérstaklega þegar litið er til lengri tíma.„Það er skemmtileg stemning í Ilmhúsinu á sumrin þegar flest brúðkaup eiga sér stað. Okkur finnst ótrúlega skemmtilegt að fá að fylgja brúðhjónunum og gestum þeirra í gegnum undirbúningsferlið og hér eru jafnvel haldin gæsapartí,“ segir Lísa. Það er einnig hægt að fá förðun á staðnum og það er þjónusta sem er einmitt mjög vinsæl í kringum brúðkaup, hvort sem er fyrir gesti eða sjálfa brúðina. Svo er mikið um að brúðkaupsgestir komi til okkar á snyrtistofuna til þess að láta dekra við sig til að líta sem best út á þessum fallegu tímamótum. Þar bjóðum við fjölmargar himneskar meðferðir þar sem við sjáum til þess að þörfum hvers og eins sé mætt og að héðan fari allir svífandi út um dyrnar, tilbúnir í stóra daginn.“Kíkið á heimasíðu Madison Ilmhúss hér til að sjá hvaða meðferðir eru í boði og vöruúrvalið. Mest lesið Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Rómantík Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Eigandi Topshop í djúpum skít Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Airwaves dress dagsins: Velúr frá toppi til táar Glamour
„Það er gaman að fylgjast með brúðhjónum koma saman nokkru fyrir brúðkaupið og eiga rómantíska stund við að velja sér ilmi til að bera á stóra daginn. Ilmurinn kveikir á minningum um þessa fallegu stund í framtíðinni og þetta er því eitthvað sem þau eiga alltaf saman,“ segir Lísa Ólafsdóttir, eigandi Madison Ilmhúss í Aðalstræti 9. Í versluninni er boðið upp á úrval af hágæða ilmvötnum og snyrtivörum frá merkjum sem eru í algjörum sérflokki. „Við erum einnig með híbýlailmi og alls kyns aðrar vörur sem henta mjög vel til tækifærisgjafa,“ segir Lísa og nefnir sem dæmi að vinahópar komi oft og velji ilmi fyrir brúði eða brúðguma eftir því sem þeim finnst hæfa persónuleika viðkomandi. „Þá fylgir alltaf prufa með ilmvatninu hjá okkur svo að viðkomandi getur prufað ilminn áður og ef honum fellur ekki ilmurinn þá skiptum við honum í einhvern ilm sem hentar betur. Þetta er persónuleg gjöf og það er oft áhugavert að sjá hvernig vinir túlka persónuleika hver annars í ilmi, það skapast of miklar umræður og pælingar,“ bætir Lísa við og hlær.„Við erum umboðsaðili fyrir allar okkar vörur og höfum valið merki inn í verslunina sem eru algjörlega í sérflokki á heimsvísu. Hér eru það gæðin sem ráða ferðinni en ekki duttlungar markaðssetningar eða fjöldaframleiðslu. Fólk er í auknum mæli að átta sig á þessari hugmyndafræði sem við fylgjum og það er mjög gefandi að verða vitni að því,“ segir Lísa og bætir við að gæðavörur þurfi ekkert alltaf að vera dýrari en aðrar, sérstaklega þegar litið er til lengri tíma.„Það er skemmtileg stemning í Ilmhúsinu á sumrin þegar flest brúðkaup eiga sér stað. Okkur finnst ótrúlega skemmtilegt að fá að fylgja brúðhjónunum og gestum þeirra í gegnum undirbúningsferlið og hér eru jafnvel haldin gæsapartí,“ segir Lísa. Það er einnig hægt að fá förðun á staðnum og það er þjónusta sem er einmitt mjög vinsæl í kringum brúðkaup, hvort sem er fyrir gesti eða sjálfa brúðina. Svo er mikið um að brúðkaupsgestir komi til okkar á snyrtistofuna til þess að láta dekra við sig til að líta sem best út á þessum fallegu tímamótum. Þar bjóðum við fjölmargar himneskar meðferðir þar sem við sjáum til þess að þörfum hvers og eins sé mætt og að héðan fari allir svífandi út um dyrnar, tilbúnir í stóra daginn.“Kíkið á heimasíðu Madison Ilmhúss hér til að sjá hvaða meðferðir eru í boði og vöruúrvalið.
Mest lesið Ralph Lauren skrifar ævisögu sína Glamour Nicole Kidman glæsileg í Armani flauelskjól Glamour Yoko Ono, Amy Schumer og Patti Smith í Pirelli-dagatalinu Glamour Ilmpartý hjá Andreu Maack Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Rómantík Glamour Casino að hætti Chanel Glamour Eigandi Topshop í djúpum skít Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour Airwaves dress dagsins: Velúr frá toppi til táar Glamour