Kjarninn og hismið Stjórnarmaðurinn skrifar 28. maí 2017 11:00 Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira