Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2017 10:07 Fyrir utan Costco klukkan 9:50 í morgun en verslunin opnaði klukkan 10. Vísir/Kristinn Páll Vel á annað hundrað manns mætti fyrir utan vöruhús Costco í Kauptúni þegar um tíu mínútur voru í að opnað yrði fyrir viðskiptavini í morgun. Þá var bílaplanið orðið fullt tíu mínútur yfir tíu að sögn björgunarsveitarliða sem stendur vaktina á bílaplaninu. Verslunin var opnuð í gær og er óhætt að segja að færri hafi verið mættir en reiknað var með um morguninn þegar opnað var klukkan 9. Íslendingar hafa tekið erlendum risum fagnandi á undanförnum árum, í það minnsta í upphafi. Þannig myndaðist öngþveiti þegar Bauhaus, Dunkin’ Donuts, Lindex og Toys R Us opnuðu dyrnar fyrir almenning. Var því reiknað með að svipað yrði uppi á teningnum við opnun Costco í gærmorgun. Fjöldinn sem var við opnunina klukkan 9 í gærmorgun var þó mun minni en reiknað hafði verið með. Sjá einnig: Vatnið ódýrara en skilagjald flöskunnar Engin opnunartilboð voru hjá Costco, eins og oft er við opnun, og þá er óhætt að segja að umræða hafi verið mikil á samfélagsmiðlum í aðdraganda opnunar þar sem Íslendingar hafa sætt gagnrýni samlanda sinna fyrir að stilla sér upp í röð við slíkar opnanir. Fjölmiðlar voru á staðnum og greinilegt að hluti fólks hafði áhyggjur af því að sjást í röðinni. Þegar leið á daginn fjölgaði hins vegar töluvert í versluninni og var fjöldinn afar mikill síðdegis. Miðað við fjöldann sem mætti í morgun er áhuginn enn mikill á versluninni. Allur gangur er á því hvort Costco bjóði betra verð en íslenskir aðilar eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Eins og sjá má á verðsamanburðinn hér að neðan á völdum vörum er misjafnt hvar besta verðið er að finna. Hafa verður í huga að aðrar verslanir hafa í mörgum tilfellum lækkað verð undanfarnar vikur í aðdraganda opnunar Costco. Costco Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Sjá meira
Vel á annað hundrað manns mætti fyrir utan vöruhús Costco í Kauptúni þegar um tíu mínútur voru í að opnað yrði fyrir viðskiptavini í morgun. Þá var bílaplanið orðið fullt tíu mínútur yfir tíu að sögn björgunarsveitarliða sem stendur vaktina á bílaplaninu. Verslunin var opnuð í gær og er óhætt að segja að færri hafi verið mættir en reiknað var með um morguninn þegar opnað var klukkan 9. Íslendingar hafa tekið erlendum risum fagnandi á undanförnum árum, í það minnsta í upphafi. Þannig myndaðist öngþveiti þegar Bauhaus, Dunkin’ Donuts, Lindex og Toys R Us opnuðu dyrnar fyrir almenning. Var því reiknað með að svipað yrði uppi á teningnum við opnun Costco í gærmorgun. Fjöldinn sem var við opnunina klukkan 9 í gærmorgun var þó mun minni en reiknað hafði verið með. Sjá einnig: Vatnið ódýrara en skilagjald flöskunnar Engin opnunartilboð voru hjá Costco, eins og oft er við opnun, og þá er óhætt að segja að umræða hafi verið mikil á samfélagsmiðlum í aðdraganda opnunar þar sem Íslendingar hafa sætt gagnrýni samlanda sinna fyrir að stilla sér upp í röð við slíkar opnanir. Fjölmiðlar voru á staðnum og greinilegt að hluti fólks hafði áhyggjur af því að sjást í röðinni. Þegar leið á daginn fjölgaði hins vegar töluvert í versluninni og var fjöldinn afar mikill síðdegis. Miðað við fjöldann sem mætti í morgun er áhuginn enn mikill á versluninni. Allur gangur er á því hvort Costco bjóði betra verð en íslenskir aðilar eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun. Eins og sjá má á verðsamanburðinn hér að neðan á völdum vörum er misjafnt hvar besta verðið er að finna. Hafa verður í huga að aðrar verslanir hafa í mörgum tilfellum lækkað verð undanfarnar vikur í aðdraganda opnunar Costco.
Costco Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent