Uppbótartíminn: Meistaraefnin í vandræðum | Myndbönd 23. maí 2017 10:45 Valsmenn fagna eftir að Guðjón Pétur Lýðsson kom þeim yfir gegn KR-ingum. vísir/anton Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með þremur leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjarnan og Valur unnu sterka sigra og sitja á toppi deildarinnar með 10 stig. Fjölnir vann sögulegan sigur á FH sem er aðeins með fimm stig. Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu á Víkingi R. og réði svo fyrrum þjálfara liðsins. ÍBV er komið með sjö stig eftir sigur í Ólafsvík og Grindavík sótti sigur á Skagann.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Víkingur Ó. 0-3 ÍBVVíkingur R. 2-3 BreiðablikStjarnan 2-1 KAÍA 2-3 GrindavíkFH 1-2 FjölnirValur 2-1 KRFjölnsmenn gáfu ekkert eftir á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld.Vísir/AntonGóð umferð fyrir ...... Andra Rúnar Bjarnason Bolvíkingurinn skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Grindavík vann 2-3 sigur á ÍA á Akranesi. Andri Rúnar hefur aðallega leikið í neðri deildunum og gert gott mót þar en núna er hann að blómstra í deild þeirra bestu. Fyrir tímabilið hafði Andri Rúnar skorað tvö mörk í efstu deild en hefur hann tvöfaldað þann markafjölda eftir fjórar umferðir í ár. Andri Rúnar og Grindvíkingar eru í fínum málum í 4. sæti deildarinnar með sjö stig.... Kristján Guðmundsson Eyjamenn hafa svarað stórtapinu fyrir Stjörnunni í 2. umferð á besta mögulega hátt; með þremur sigrum í röð, tveimur í Pepsi-deildinni og einum í Borgunarbikarnum. Kristján breytti um leikkerfi eftir tapið í Garðabænum og það hefur gefið góða raun. Margt hefur breyst á tveimur vikum. Eftir skellinn gegn Stjörnunni var talað um krísu í Eyjum en núna er ÍBV í 6. sæti deildarinnar með sjö stig, á undan KR og FH.... Fjölnismenn Grafarvogsbúar gerðu góða ferð í Kaplakrika og unnu 1-2 sigur á Íslandsmeisturum FH. Þetta var söguleg stund fyrir Fjölni en þetta var fyrsti sigur liðsins á FH í efstu deild. Fjölnismenn hafa stundum sleppt því að veita FH-ingum keppni í leikjum liðanna en það var allt annað uppi á teningnum í Krikanum í gær. Fjölnismenn eru nú komnir með sjö stig og geta verið nokkuð sáttir við uppskeru sumarsins til þessa.Víkingar hafa tapað þremur leikjum í röð og eru þjálfaralausir.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Guðmund Stein HafsteinssonFramherjinn stóri og stæðilegi gerði félögum sínum engan greiða þegar hann lét reka sig út af í 0-3 tapi Víkings Ó. fyrir ÍBV á heimavelli. Guðmundur Steinn fékk gult spjald eftir tæpan hálftíma og var á hálum ís eftir það. Á 55. mínútu fékk hann svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að fara í Halldór Pál Geirsson, markvörð Eyjamanna. Staðan var 0-1 fyrir ÍBV þegar Guðmundur fékk reisupassann. Einum færri áttu Ólsarar litla möguleika og fengu á sig tvö mörk undir lokin.... Víkinga Víkingur R. missti þjálfarann sinn á föstudaginn og tapaði svo fyrir Breiðabliki á sunnudaginn. Ekki góðir dagar í Fossvoginum. Eftir sigurinn góða á KR í 1. umferðinni hefur Víkingur tapað þremur leikjum í röð og staða liðsins er ekki góð. Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson er meiddur sem og framherjinn Geoffrey Castillon sem skoraði í fyrstu tveimur umferðunum. Víkingar eru enn í þjálfaraleit og þurfa að finna lausn á því máli sem fyrst.... FH-inga Íslandsmeistararnir hafa farið rólega af stað og sitja í 8. sæti deildarinnar með aðeins fimm stig. FH-ingar unnu sigur á Skaganum í 1. umferðinni en hafa síðan aðeins náð í tvö stig. Varnarleikur FH hefur verið slakur í upphafi móts; liðið hefur fengið á sig sjö mörk og á enn eftir að halda hreinu. Nýju mennirnir sem FH fékk fyrir tímabilið hafa lítið sýnt. FH mætir KR á sunnudaginn og má ekki við því að tapa þeim leik. Annars er hætta á að Íslandsmeistararnir lendi átta stigum á eftir toppliðunum.Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn KA á síðustu stundu.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Smári Jökull Jónsson á Valsvelli: „Þeir félagar hjá KR-útvarpinu eru mættir og byrjaðir að undirbúa sig fyrir leikinn. Þeir verða vafalaust hressir að vanda. Þeir skelltu í viðtal við Óla Jó áðan en Óli hefur staðið við hliðarlínuna í lengri tíma og sagt brandara, hann virðist allavega vera í miklu stuði.“Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika: „Það verður að segjast að það er einhver doði yfir Kaplakrikanum þessa stundina, spurning hvort FH-ingar séu að sleikja sárin eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Valsmanna í handboltanum í gær? Já eða þá að Hafnfirðingar séu eins og hálf þjóðin í röðinni við Costco.“Kolbeinn Tumi Daðason á Samsung-vellinum: „Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Stjörnunnar og leigubílstjóri í hjáverkum, stendur vaktina á Samsung-vellinum þar sem verið er að vökva völlinn og gera klárt. Leikmenn hafa aðeins verið að kíkja út á grasið og átta sig á andrúmsloftinu. Koma sér í gírinn. Það ætti að vera lítið mál í þessum toppslag.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík - 9 Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur Ó. - 2Umræðan á #pepsi365elska @BreidablikFC að framleiða geggjaða vinstri bakverði, Davíð kristján með Mark og Assist. Vél#pepsi365— Unnar Páll Baldurs (@UnnarPBaldurs) May 21, 2017 @Schiotharar áttu næga innistæðu til að rífa kjaft við silfurguttana.Eiga stúkuna skuldlaust.Enginn útivöllur #fotboltinet #pepsi365— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) May 21, 2017 Andri Rúnar með tvö. Þessi gaur er búinn að leggja mikið á sig til að verða Pepsi quality. Gaman að sjá hann standa sig. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) May 22, 2017 Er með sting í gamla senterahjartanu fyrir hönd Kristins Inga. #Pepsi365— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 22, 2017 Dion Alcoff í Val. Kókflaskan í Pepsi-deildinni. #valur #valurkr #pepsi365 #pepsideildin— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) May 22, 2017 Skrítið að bestu fótboltaleikirnir hafa verið á Hlíðarenda? Nei, bestu mögulegu aðstæður allt árið #teamgervigras #pepsi365 #Fotboltinet— Hallgrimur Dan (@hallidan) May 22, 2017 Haukur Páll fær högg aftan i hnakkann. "En hann er mikill nagli og jaxl.." Það skiptir engu mali þegar kemur að höfuðhöggum. Takk #pepsi365— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) May 22, 2017 alltaf planið hja milos að taka við blikum, skoðanaàgreiningur sem var ekki hægt að leysa? I call bullshit #pepsi365 #fotboltinet— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 22, 2017 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík er án efa sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart. #Pepsi365— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2017 Ef Óskar Hrafn Þorvaldsson væri ljósmóðir myndi enginn þurfa mænudeifingu, maður myndi bara fokkings gera þetta #fotboltinet #pepsi365— Rósa Haralds (@rosaharalds1) May 22, 2017 GullmarkiðAugnablikiðSérsveitinBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Fjórðu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með þremur leikjum. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfiðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjarnan og Valur unnu sterka sigra og sitja á toppi deildarinnar með 10 stig. Fjölnir vann sögulegan sigur á FH sem er aðeins með fimm stig. Breiðablik vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu á Víkingi R. og réði svo fyrrum þjálfara liðsins. ÍBV er komið með sjö stig eftir sigur í Ólafsvík og Grindavík sótti sigur á Skagann.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:Víkingur Ó. 0-3 ÍBVVíkingur R. 2-3 BreiðablikStjarnan 2-1 KAÍA 2-3 GrindavíkFH 1-2 FjölnirValur 2-1 KRFjölnsmenn gáfu ekkert eftir á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld.Vísir/AntonGóð umferð fyrir ...... Andra Rúnar Bjarnason Bolvíkingurinn skoraði sína fyrstu þrennu í efstu deild þegar Grindavík vann 2-3 sigur á ÍA á Akranesi. Andri Rúnar hefur aðallega leikið í neðri deildunum og gert gott mót þar en núna er hann að blómstra í deild þeirra bestu. Fyrir tímabilið hafði Andri Rúnar skorað tvö mörk í efstu deild en hefur hann tvöfaldað þann markafjölda eftir fjórar umferðir í ár. Andri Rúnar og Grindvíkingar eru í fínum málum í 4. sæti deildarinnar með sjö stig.... Kristján Guðmundsson Eyjamenn hafa svarað stórtapinu fyrir Stjörnunni í 2. umferð á besta mögulega hátt; með þremur sigrum í röð, tveimur í Pepsi-deildinni og einum í Borgunarbikarnum. Kristján breytti um leikkerfi eftir tapið í Garðabænum og það hefur gefið góða raun. Margt hefur breyst á tveimur vikum. Eftir skellinn gegn Stjörnunni var talað um krísu í Eyjum en núna er ÍBV í 6. sæti deildarinnar með sjö stig, á undan KR og FH.... Fjölnismenn Grafarvogsbúar gerðu góða ferð í Kaplakrika og unnu 1-2 sigur á Íslandsmeisturum FH. Þetta var söguleg stund fyrir Fjölni en þetta var fyrsti sigur liðsins á FH í efstu deild. Fjölnismenn hafa stundum sleppt því að veita FH-ingum keppni í leikjum liðanna en það var allt annað uppi á teningnum í Krikanum í gær. Fjölnismenn eru nú komnir með sjö stig og geta verið nokkuð sáttir við uppskeru sumarsins til þessa.Víkingar hafa tapað þremur leikjum í röð og eru þjálfaralausir.vísir/ernirErfið umferð fyrir ...... Guðmund Stein HafsteinssonFramherjinn stóri og stæðilegi gerði félögum sínum engan greiða þegar hann lét reka sig út af í 0-3 tapi Víkings Ó. fyrir ÍBV á heimavelli. Guðmundur Steinn fékk gult spjald eftir tæpan hálftíma og var á hálum ís eftir það. Á 55. mínútu fékk hann svo sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að fara í Halldór Pál Geirsson, markvörð Eyjamanna. Staðan var 0-1 fyrir ÍBV þegar Guðmundur fékk reisupassann. Einum færri áttu Ólsarar litla möguleika og fengu á sig tvö mörk undir lokin.... Víkinga Víkingur R. missti þjálfarann sinn á föstudaginn og tapaði svo fyrir Breiðabliki á sunnudaginn. Ekki góðir dagar í Fossvoginum. Eftir sigurinn góða á KR í 1. umferðinni hefur Víkingur tapað þremur leikjum í röð og staða liðsins er ekki góð. Markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson er meiddur sem og framherjinn Geoffrey Castillon sem skoraði í fyrstu tveimur umferðunum. Víkingar eru enn í þjálfaraleit og þurfa að finna lausn á því máli sem fyrst.... FH-inga Íslandsmeistararnir hafa farið rólega af stað og sitja í 8. sæti deildarinnar með aðeins fimm stig. FH-ingar unnu sigur á Skaganum í 1. umferðinni en hafa síðan aðeins náð í tvö stig. Varnarleikur FH hefur verið slakur í upphafi móts; liðið hefur fengið á sig sjö mörk og á enn eftir að halda hreinu. Nýju mennirnir sem FH fékk fyrir tímabilið hafa lítið sýnt. FH mætir KR á sunnudaginn og má ekki við því að tapa þeim leik. Annars er hætta á að Íslandsmeistararnir lendi átta stigum á eftir toppliðunum.Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark Stjörnunnar gegn KA á síðustu stundu.vísir/ernirSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Smári Jökull Jónsson á Valsvelli: „Þeir félagar hjá KR-útvarpinu eru mættir og byrjaðir að undirbúa sig fyrir leikinn. Þeir verða vafalaust hressir að vanda. Þeir skelltu í viðtal við Óla Jó áðan en Óli hefur staðið við hliðarlínuna í lengri tíma og sagt brandara, hann virðist allavega vera í miklu stuði.“Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika: „Það verður að segjast að það er einhver doði yfir Kaplakrikanum þessa stundina, spurning hvort FH-ingar séu að sleikja sárin eftir að hafa horft á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Valsmanna í handboltanum í gær? Já eða þá að Hafnfirðingar séu eins og hálf þjóðin í röðinni við Costco.“Kolbeinn Tumi Daðason á Samsung-vellinum: „Lára Kristín Pedersen, miðjumaður Stjörnunnar og leigubílstjóri í hjáverkum, stendur vaktina á Samsung-vellinum þar sem verið er að vökva völlinn og gera klárt. Leikmenn hafa aðeins verið að kíkja út á grasið og átta sig á andrúmsloftinu. Koma sér í gírinn. Það ætti að vera lítið mál í þessum toppslag.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík - 9 Guðmundur Steinn Hafsteinsson, Víkingur Ó. - 2Umræðan á #pepsi365elska @BreidablikFC að framleiða geggjaða vinstri bakverði, Davíð kristján með Mark og Assist. Vél#pepsi365— Unnar Páll Baldurs (@UnnarPBaldurs) May 21, 2017 @Schiotharar áttu næga innistæðu til að rífa kjaft við silfurguttana.Eiga stúkuna skuldlaust.Enginn útivöllur #fotboltinet #pepsi365— Aðalsteinn Tryggva (@AdalsteinnTr) May 21, 2017 Andri Rúnar með tvö. Þessi gaur er búinn að leggja mikið á sig til að verða Pepsi quality. Gaman að sjá hann standa sig. #pepsi365— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) May 22, 2017 Er með sting í gamla senterahjartanu fyrir hönd Kristins Inga. #Pepsi365— Hjörtur Hjartar (@hjorturh) May 22, 2017 Dion Alcoff í Val. Kókflaskan í Pepsi-deildinni. #valur #valurkr #pepsi365 #pepsideildin— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) May 22, 2017 Skrítið að bestu fótboltaleikirnir hafa verið á Hlíðarenda? Nei, bestu mögulegu aðstæður allt árið #teamgervigras #pepsi365 #Fotboltinet— Hallgrimur Dan (@hallidan) May 22, 2017 Haukur Páll fær högg aftan i hnakkann. "En hann er mikill nagli og jaxl.." Það skiptir engu mali þegar kemur að höfuðhöggum. Takk #pepsi365— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) May 22, 2017 alltaf planið hja milos að taka við blikum, skoðanaàgreiningur sem var ekki hægt að leysa? I call bullshit #pepsi365 #fotboltinet— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 22, 2017 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík er án efa sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart. #Pepsi365— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 22, 2017 Ef Óskar Hrafn Þorvaldsson væri ljósmóðir myndi enginn þurfa mænudeifingu, maður myndi bara fokkings gera þetta #fotboltinet #pepsi365— Rósa Haralds (@rosaharalds1) May 22, 2017 GullmarkiðAugnablikiðSérsveitinBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00 Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Sjá meira
Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla í máli og myndum. 16. maí 2017 12:00
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn