Segjast ekki ætla að keppa við Costco Sveinn Arnarsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Lítraverðið á bensíni hjá Costco er 169,90 og 164,90 á dísilolíu. vísir/eyþór Hvorki Skeljungur né N1 ætla að reyna að keppa við eldsneytisverð Costco. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna eldsneytissöluna ekki standa undir sér og að erlendi samkeppnisaðilinn noti hana til að trekkja að kúnna og ná jákvæðri umfjöllun í aðdraganda opnunar. Costco hóf, tveimur sólarhringum fyrir opnun verslunarinnar, að selja eldsneyti langt undir því verði sem Íslendingar hafa kynnst síðustu ár. Lítraverðið á bensíni er 169,90 krónur og 164,90 á dísilolíu.Eggert Þór Kristófersson. forstjóri N1. Fréttablaðið/ValliEggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, og Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, segja fyrirtæki sín ekki ætla að keppa við Costco og bjóða sambærilegt verð á eldsneyti. til þess séu fyrirtækin of ólík og viðskiptalíkan fyrirtækjanna af öðrum toga. „Það módel sem rekið hefur verið hér hvað lengst er hið afsláttardrifna kerfi sem öll fyrirtækin hér eru í. Svo kemur aðili sem er bara með sama lága verðið alla daga, og það er kannski þekktara fyrirkomulag erlendis, en þeir nota eldsneytið sem aðdráttarafl inn í búðina til að keyra hana upp,“ segir Valgeir. „Ég held að við munum ekki keppa við þá í verði á okkar netum, það er ekki að fara að gerast.“ Eggert Þór tekur í sama streng. „Við erum með dreifikerfi um allt land, rúmlega hundrað stöðvar og öfluga þjónustu við landsmenn. Því er ekki hægt að bera það saman við eina bensínstöð í Garðabæ,“ segir Eggert Þór. „Við erum að bjóða þjónustu á allt öðru plani en Costco. Okkar dreifikerfi og þær stöðvar sem við rekum um allt land eru ekki að fara að keppa við þetta verð.“ Eggert Þór segist ekki hafa neinar áhyggjur af verðlækkun fyrirtækisins í Kauphöll vegna komu Costco. „Ég velti ekki fyrir mér gengi hlutabréfa í N1, enda þætti mér óeðlilegt að forstjóri skráðs fyrirtækisins væri að velta þeim hlutum fyrir sér.“ Forstjórar Skeljungs og N1 segja það báðir ólíklegt að salan á eldsneytinu borgi upp fjárfestinguna í bensínstöðinni. Salan sé allt að því á kostnaðarverði. „Ég get ekki trúað því að álagningin sé mikil. Skeljungur selur þeim eldsneytið svo þú ættir að beina þessu til þeirra,“ segir Eggert Þór. „Það er mikil fjárfesting í einni bensínstöð sem þessari. Ég sé þá ekki fá mikið út úr hverjum lítra nema Skeljungur hafi fundið eldsneyti til að gefa þeim.“ Ef mjög vel gengur hjá Costco gæti fyrirtækið náð rúmlega eins prósents markaðshlutdeild hér á landi. Aðeins þeir sem eru með viðskiptakort hjá Costco geta keypt eldsneyti þar. Útgefin viðskiptakort á Íslandi eru rúmlega 35.000 eins og staðan er núna. Valgeir veit ekki hvaða verð Costco fær á eldsneyti en segir bensínstöðina ekki eiga að skila hagnaði heldur að fá fólk að versluninni. „Ég held að menn séu ansi nálægt kostnaðarverði eins og þeir leggja þetta upp núna,“ segir Valgeir. „Þeir opna fyrr, fá kynninguna, og það er ekkert sem kemur á óvart, þannig hafa þeir gert þetta annars staðar. Þeir geta vissulega selt eldsneyti, segi ekki á kostnaðarverði, en mjög nálægt því, og notað það til stuðnings við annað. Þetta er þeirra módel til að trekkja að.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Umhverfisverndarsinnar eru skeptískir á lágt bensínverð Costco. 22. maí 2017 10:32 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hvorki Skeljungur né N1 ætla að reyna að keppa við eldsneytisverð Costco. Segja forsvarsmenn fyrirtækjanna eldsneytissöluna ekki standa undir sér og að erlendi samkeppnisaðilinn noti hana til að trekkja að kúnna og ná jákvæðri umfjöllun í aðdraganda opnunar. Costco hóf, tveimur sólarhringum fyrir opnun verslunarinnar, að selja eldsneyti langt undir því verði sem Íslendingar hafa kynnst síðustu ár. Lítraverðið á bensíni er 169,90 krónur og 164,90 á dísilolíu.Eggert Þór Kristófersson. forstjóri N1. Fréttablaðið/ValliEggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, og Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, segja fyrirtæki sín ekki ætla að keppa við Costco og bjóða sambærilegt verð á eldsneyti. til þess séu fyrirtækin of ólík og viðskiptalíkan fyrirtækjanna af öðrum toga. „Það módel sem rekið hefur verið hér hvað lengst er hið afsláttardrifna kerfi sem öll fyrirtækin hér eru í. Svo kemur aðili sem er bara með sama lága verðið alla daga, og það er kannski þekktara fyrirkomulag erlendis, en þeir nota eldsneytið sem aðdráttarafl inn í búðina til að keyra hana upp,“ segir Valgeir. „Ég held að við munum ekki keppa við þá í verði á okkar netum, það er ekki að fara að gerast.“ Eggert Þór tekur í sama streng. „Við erum með dreifikerfi um allt land, rúmlega hundrað stöðvar og öfluga þjónustu við landsmenn. Því er ekki hægt að bera það saman við eina bensínstöð í Garðabæ,“ segir Eggert Þór. „Við erum að bjóða þjónustu á allt öðru plani en Costco. Okkar dreifikerfi og þær stöðvar sem við rekum um allt land eru ekki að fara að keppa við þetta verð.“ Eggert Þór segist ekki hafa neinar áhyggjur af verðlækkun fyrirtækisins í Kauphöll vegna komu Costco. „Ég velti ekki fyrir mér gengi hlutabréfa í N1, enda þætti mér óeðlilegt að forstjóri skráðs fyrirtækisins væri að velta þeim hlutum fyrir sér.“ Forstjórar Skeljungs og N1 segja það báðir ólíklegt að salan á eldsneytinu borgi upp fjárfestinguna í bensínstöðinni. Salan sé allt að því á kostnaðarverði. „Ég get ekki trúað því að álagningin sé mikil. Skeljungur selur þeim eldsneytið svo þú ættir að beina þessu til þeirra,“ segir Eggert Þór. „Það er mikil fjárfesting í einni bensínstöð sem þessari. Ég sé þá ekki fá mikið út úr hverjum lítra nema Skeljungur hafi fundið eldsneyti til að gefa þeim.“ Ef mjög vel gengur hjá Costco gæti fyrirtækið náð rúmlega eins prósents markaðshlutdeild hér á landi. Aðeins þeir sem eru með viðskiptakort hjá Costco geta keypt eldsneyti þar. Útgefin viðskiptakort á Íslandi eru rúmlega 35.000 eins og staðan er núna. Valgeir veit ekki hvaða verð Costco fær á eldsneyti en segir bensínstöðina ekki eiga að skila hagnaði heldur að fá fólk að versluninni. „Ég held að menn séu ansi nálægt kostnaðarverði eins og þeir leggja þetta upp núna,“ segir Valgeir. „Þeir opna fyrr, fá kynninguna, og það er ekkert sem kemur á óvart, þannig hafa þeir gert þetta annars staðar. Þeir geta vissulega selt eldsneyti, segi ekki á kostnaðarverði, en mjög nálægt því, og notað það til stuðnings við annað. Þetta er þeirra módel til að trekkja að.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Umhverfisverndarsinnar eru skeptískir á lágt bensínverð Costco. 22. maí 2017 10:32 Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Niðurgreiða bensín til að lokka fólk í búðina Umhverfisverndarsinnar eru skeptískir á lágt bensínverð Costco. 22. maí 2017 10:32
Svæðisstjóri Costco: „Þetta er stærsta opnunin frá því við komum til Evrópu árið 1993“ Verslunarrisinn Costco hefur selt 35 þúsund aðildarkort að versluninni. 21. maí 2017 20:46
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00