Hlustið, skiljið, styðjið Ellert B. Schram skrifar 23. maí 2017 07:00 Ég horfði á sjónvarpið, núna um daginn, þegar 68 ára kennari í framhaldsskóla í Reykjavík sagði hreint vafningalaust að hann vildi halda áfram að kenna, svo lengi sem hann sjálfur taldi sig hæfan til kennslu. Aldur á ekki að skipta máli. Sem er auðvitað kjarni málsins. Hvers vegna þarf að ýta fólki á sjötugs- eða áttræðisaldri út af vinnumarkaðnum, bara út af því einu, að það fólk hafi náð tilsettum aldri? Það sama gildir um ferðaþjónustuna og almenna vinnu. Hvers vegna er verið að skerða hlut eldri borgara í almannatryggingum, þegar þeir þiggja laun í þjónustu við samfélagið allt og greiða skatta af þeim tekjum? Til hvers var þetta kerfi almannatrygginga sett á laggirnar, nema til að styrkja eldri borgara til að eiga í sig og á, þótt sú fátæktargreiðsla frá samfélaginu, sem er tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði, sé hvergi nálægt útgjöldum frá degi til dags? Og skattlagt að auki.Eiga ekki fyrir sjálfum sér Svo berast upplýsingar um að makar hafi ekki efni á að standa fyrir útförum, að dánarbætur fari eftir efnahag, að styrkir séu felldir niður ef hinn látni skilur eitthvað eftir sig. Það er með öðrum orðum sífellt verið að passa upp á að eldri borgarar, sem eftir lifa, eigi ekki fyrir sjálfum sér og útgjöldum sínum, eins og einhvers konar sveitarómagar upp á náð hins opinbera. Sem er nánast engin. Bið eftir dvöl á þjónustuheimilum fyrir aldraða getur staðið yfir í tvö, þrjú ár, bið eftir hjúkrun getur tekið jafn langan tíma, húsnæði fyrir aldrað fólk er takmarkað. Það er ekkert hlustað á þá kröfu, að eldri borgarar njóti vals um tilveru sína og stolt, hvar og hvernig þeir geti lokið ævi sinni með reisn. Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra sem ráða för, og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara. Ég sé enga leið, sem fara má með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum, meðan skilningur og undirtektir eru litlar sem engar. Af hálfu stjórnvalda eru þau viðfangsefni höfð í fjármálaáætlunum ríkisins til fimm ára, og málið er dautt. Framkvæmdasjóður aldraðra er nánast tómur, af því að hann hefur verið notaður til annarra hluta. Grunnlífeyrir er felldur niður. Ríkið skuldar átta hundruð milljónir vegna þess að afslætti til aldraðra er ekki sinnt. Bannað er að afla viðbótartekna nema með lækkun á tryggingabótum.Afgangsstærð í þjóðfélaginu Eldri borgarar eru afgangsstærð í samfélaginu, skertir með fáránlegum frítekjumörkum og hundsaðir þegar tilraunir og tillögur eru lagðar fram af talsmönnum eldri borgara. Kerfi almannatrygginga er nánast ölmusan ein. Það er með ólíkindum hversu stjórnvöld hafa lítið sinnt þessum málaflokki. Þjóðin eldist, ævin lengist og fleiri og fleiri kjósendur (Íslendinga) upplifa þá eftirsóknarverðu framlengingu á lífstíma sínum að njóta aldurs, reynslu og gleði, eftir því sem ævin líður. Hópurinn stækkar sem eldist og það er verkefni stjórnmálanna, ríkisvaldsins og okkar allra, á næstu árum, að gæta hagsmuna eldri borgara. Það er áskorun um hlustun, undirtektir og skilning á þeim vanköntum sem kerfið felur í sér gagnvart eldra fólki. Ég skora á stjórnvöld, ríkisstjórn og flokkana alla að taka til í þessum málaflokki. Hlustið, skiljið, styðjið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég horfði á sjónvarpið, núna um daginn, þegar 68 ára kennari í framhaldsskóla í Reykjavík sagði hreint vafningalaust að hann vildi halda áfram að kenna, svo lengi sem hann sjálfur taldi sig hæfan til kennslu. Aldur á ekki að skipta máli. Sem er auðvitað kjarni málsins. Hvers vegna þarf að ýta fólki á sjötugs- eða áttræðisaldri út af vinnumarkaðnum, bara út af því einu, að það fólk hafi náð tilsettum aldri? Það sama gildir um ferðaþjónustuna og almenna vinnu. Hvers vegna er verið að skerða hlut eldri borgara í almannatryggingum, þegar þeir þiggja laun í þjónustu við samfélagið allt og greiða skatta af þeim tekjum? Til hvers var þetta kerfi almannatrygginga sett á laggirnar, nema til að styrkja eldri borgara til að eiga í sig og á, þótt sú fátæktargreiðsla frá samfélaginu, sem er tvö hundruð og áttatíu þúsund krónur á mánuði, sé hvergi nálægt útgjöldum frá degi til dags? Og skattlagt að auki.Eiga ekki fyrir sjálfum sér Svo berast upplýsingar um að makar hafi ekki efni á að standa fyrir útförum, að dánarbætur fari eftir efnahag, að styrkir séu felldir niður ef hinn látni skilur eitthvað eftir sig. Það er með öðrum orðum sífellt verið að passa upp á að eldri borgarar, sem eftir lifa, eigi ekki fyrir sjálfum sér og útgjöldum sínum, eins og einhvers konar sveitarómagar upp á náð hins opinbera. Sem er nánast engin. Bið eftir dvöl á þjónustuheimilum fyrir aldraða getur staðið yfir í tvö, þrjú ár, bið eftir hjúkrun getur tekið jafn langan tíma, húsnæði fyrir aldrað fólk er takmarkað. Það er ekkert hlustað á þá kröfu, að eldri borgarar njóti vals um tilveru sína og stolt, hvar og hvernig þeir geti lokið ævi sinni með reisn. Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra sem ráða för, og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara. Ég sé enga leið, sem fara má með málefni eldri borgara gagnvart stjórnvöldum, meðan skilningur og undirtektir eru litlar sem engar. Af hálfu stjórnvalda eru þau viðfangsefni höfð í fjármálaáætlunum ríkisins til fimm ára, og málið er dautt. Framkvæmdasjóður aldraðra er nánast tómur, af því að hann hefur verið notaður til annarra hluta. Grunnlífeyrir er felldur niður. Ríkið skuldar átta hundruð milljónir vegna þess að afslætti til aldraðra er ekki sinnt. Bannað er að afla viðbótartekna nema með lækkun á tryggingabótum.Afgangsstærð í þjóðfélaginu Eldri borgarar eru afgangsstærð í samfélaginu, skertir með fáránlegum frítekjumörkum og hundsaðir þegar tilraunir og tillögur eru lagðar fram af talsmönnum eldri borgara. Kerfi almannatrygginga er nánast ölmusan ein. Það er með ólíkindum hversu stjórnvöld hafa lítið sinnt þessum málaflokki. Þjóðin eldist, ævin lengist og fleiri og fleiri kjósendur (Íslendinga) upplifa þá eftirsóknarverðu framlengingu á lífstíma sínum að njóta aldurs, reynslu og gleði, eftir því sem ævin líður. Hópurinn stækkar sem eldist og það er verkefni stjórnmálanna, ríkisvaldsins og okkar allra, á næstu árum, að gæta hagsmuna eldri borgara. Það er áskorun um hlustun, undirtektir og skilning á þeim vanköntum sem kerfið felur í sér gagnvart eldra fólki. Ég skora á stjórnvöld, ríkisstjórn og flokkana alla að taka til í þessum málaflokki. Hlustið, skiljið, styðjið.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun