Engin ástæða til að bregðast sérstaklega við opnun Costco Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. maí 2017 15:06 "Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. vísir/pjetur Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“ Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Engin ástæða er til þess að bregðast sérstaklega við opnun bensínstöðvar Costco enda er Skeljungur vel samkeppnisfær, segir Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. Fólk kjósi jafnan þjónustu og þægindi fram yfir nokkurra prósenta verðmun. „Við höfum verið að fylgjast með og stúderað hvernig þeir hafa verið að gera þetta annars staðar og þetta er bara í takt við það sem við áttum von á að þetta yrði,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Skeljungur rekur einnig Orkuna og Orkuna X og tekur Valgeir fram að eldsneytið sé litlu dýrara á Orkunni X en Costco, þar sem bensínlítrinn er á 185 krónur. Hann er á 169 krónur hjá Costco.Ódýrt eldsneyti til að lokka fólk inn „Við teljum að við séum mjög samkeppnisfær og með mjög góð vörumerki. Ég óttast ekkert innkomu Costco enda erum við með önnur tilboð til okkar viðskiptavina,“ segir Valgeir. „Þeir nota eldsneyti til að draga fólk inn í eitthvað annað en það er ekki bara verð sem ræður för þegar fólk velur eldsneyti eða aðrar vörur. Það eru þægindi og önnur atriði sem vega inn í þá ákvörðun. Ef það væri ekki þannig þá væri bara eitt módel í gangi.“ Verð á hlutabréfum í Skeljungi, Högum og N1 hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. Valgeir segist lítið hafa fylgst með gangi mála í Kauphöllinni og hefur ekki áhyggjur af áframhaldandi lækkun. „Hlutabréfaverðið er ekki eitthvað sem stýrir félaginu og við látum það ekki hafa áhrif á þær ákvarðanir sem við tökum. En tíminn verður að leiða það í ljós hvað verður.“
Costco Tengdar fréttir Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31 Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05 Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Björgunarsveitir standa vaktina við Costco Hjálparsveit skáta í Garðabæ mun aðstoða við opnun Costco á morgun en viðbúið er að þúsundir manna muni mæta á staðinn. 22. maí 2017 14:31
Stefnir í rauðan dag hjá olíufélögunum í Kauphöllinni Verð á hlutabréfum í N1 og Skeljungi hafa lækkað í morgun eftir að markaðir voru opnaðir. 22. maí 2017 10:05
Titringur á eldsneytismarkaði vegna lágs verðs hjá Costco Forstjóri Olís segir verð Costco lægra en markaðurinn geti ráðið við. Forstjóri Costco segir fyrirtækið ekki greiða með eldsneyti og að álagningin sé eðlileg. 22. maí 2017 06:00