Samvinnutónn í Sádi-Arabíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Trump ásamt leiðtogum Sád-Arabíu, Kúveit, Barein, Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Óman í Ríad í gær. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira