Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2017 13:05 Donald Trump í athöfn í Sádi-Arabíu í gær. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“ Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í dag hvetja leiðtoga Íslam til þess að berjast af meira afli gegn öfgahópum. Hann mun í dag flytja ræðu í Sádi-Arabíu þar sem forsetinn mun segja að tími sé kominn til að takast á við íslamska öfgamenn af heiðarleika. Þá mun Trump hvetja trúarleiðtoga til að fordæma árásir öfgamanna. Trump sjálfur hefur þó verið sakaður um hatur gagnvart múslimum. Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Hvíta húsið birt hluta úr ræðunni sem Trump mun flytja í dag. Þar segir hann að ekki sé um að ræða baráttu á milli mismunandi trúarbragða. „Þetta er barátta á milli grimmilegra glæpamanna sem sækjast eftir því að binda endi á líf fólks, og góðs fólks af öllum trúum sem reyna að vernda líf. Þetta er barátta á milli góðs og ills.“ Ríkisstjórn Barack Obama beitti sér fyrir bættum mannréttinum í Sádi-Arabíu, en það hefur Trump ekki gert og vill hann í raun forðast það. „Við erum ekki hér til að predika. Við erum ekki hér til að segja öðrum hvernig þeir eiga að lifa, né hvernig þeir eiga að tilbiðja. Þess í stað erum við hér til þess að bjóða samvinnu, sem byggir á sameiginlegum hagsmunum og gildum.“ Um 35 þjóðarleiðtogar munu hlusta á ræðu Trump, en að mestu er um að ræða fólk frá löndum þar sem súnnítar eru við völd og lönd sem eru vinveitt Sádi-Arabíu. Trump mun biðja þá um að beita afli í meira mæli. „Bandaríkin eru tilbúin til að standa með ykkur. En þjóðir Mið-Austurlanda geta ekki beðið eftir því að Bandaríkin gangi frá óvinum þeirra.“Sjálfur sakaður um hatur Donald Trump olli miklum usla í desember 2015 þegar hann var í framboði og kallaði eftir því að múslimum yrði bannað yrði bannað að koma til Bandaríkjanna um tíma. Þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Dómstólar þar í landi hafa þó komið í veg fyrir það, með þeim rökum að mismunun á grunni trúar sé bönnuð í stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn sagt að hann telji „Íslam“ hata Bandaríkin. Það gerði hann í viðtali við CNN í fyrra. „Það er gífurlegt hatur þarna og við þurfum að komast til botns í því.“
Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Sjá meira