Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 18:12 Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi hins vinsæla Costco-hóps, ætlar að gera sér ferð í Costco í góðu tómi. Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“ Costco Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Sjá meira
Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. Sólveig sagðist ekki hafa átt von á því hversu margir myndu óska eftir aðild að hópnum eftir að hann var stofnaður. Hún segist hafa stofnað hópinn fyrir forvitnissakir en hún býr sjálf í Skagafirði og heimsókn í Costco því ekki á dagskrá í nánustu framtíð. „Ég var bara forvitin, ég á kort í Costco en hef ekki enn þá farið þar sem ég bý úti á landi og maður er kannski ekki á hverjum degi á rúntinum á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Mig langaði bara að skipuleggja innkaupin aðeins. Mér sýnist margir vera að nýta síðuna til þess að skipuleggja.“Hópurinn orðinn að neytendasamtökum Inn í hópinn eru settar alls konar fyrirspurnir en Sólveig segir tilgang síðunnar fyrst og fremst að fólk taki mynd af því sem það kaupir, ætlar að kaupa eða langar að kaupa – og að með myndunum fylgi verð. Aðspurð hvort hópurinn tengist Costco á einhvern hátt segir Sólveig svo alls ekki vera. „Nei, ég hef aldrei komið í Costco og þekki engan sem vinnur í Costco. Costco hefur ekki haft samband við mig.“ Hópurinn, sem stækkar ört dag frá degi, hefur því tekið að sér hlutverk nokkurs konar neytendasamtka. Sólveig segir Facebook-hópinn og komu Costco til landsins eiga eftir að breyta miklu fyrir íslenska neytendur. „Ég held að þetta eigi klárlega eftir að breyta miklu fyrir stórar fjölskyldur og þá sem þurfa að standa í magninnkaupum. Þetta á eftir að breyta landslaginu, þetta er nýtt fyrir okkur og þetta er vonandi komið til að vera.“ En hvenær ætlar stofnandi síðunnar svo loksins að gera sér ferð í Costco? „Þarf ég ekki að auglýsa það sérstaklega?“ segir Sólveig kímin. „Það verður einhvern tímann við gott tækifæri. Ég er bara svo heppin að hér í Skagafirði höfum við allt sem við þurfum.“
Costco Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent