Alfreð Finnbogason missti af æfingu landsliðsins nú fyrir hádegi þar sem hann er orðinn veikur.
Ekki sérstök tíðindi þar sem það eru aðeins fimm dagar í stórleikinn gegn Króatíu á Laugardalsvelli.
Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, sagði að Alfreð væri með ælupest en vonir standa til að hann hristi veikindin fljótt af sér.
Aðrir leikmenn voru mættir á æfingu í dag þar sem var tekið á því. Meðal annars var stillt upp í leik ellefu á móti ellefu og var Þorvaldur Árnason fenginn til þess að dæma.
