Segir Donald Trump trúa á loftslagsbreytingar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2017 20:45 Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. vísir/afp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur trú á því að loftslagið sé að breytast, að hluta til vegna mengunar, að sögn Nikki Haley, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Haley á sjónvarpstöðinni CNN sem sýnt verður á morgun. Þar reynir hún að skýra sjónarmið forseta Bandaríkjanna varðandi loftslagsbreytingar. Hann ákvað sem kunnugt er að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál í vikunni. „Trump forseti trúir því að loftslagið sé að breytast og hann telur að mengun sé hluti af þeirri jöfnu. Það er staðreynd, þar stöndum við,“ sagði Haley. Mikill meirihluti vísindamanna á svið loftslagsmála telur að mengun af mannavöldum sé aðaldrifkraturinn á bak við hlýnun jarðar. „Hann veit að það [loftslagið] er að breytast og hann veit að Bandaríkin þurfa að axla ábyrgð. Það er það sem við munum gera. Það að við gengum út úr klúbbnum þýðir ekki að okkur sé sama um umhverfið,“ sagði Haley. Áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna hafði hann oft sagt að hlýnun jarðar væri gabb. Árið 2012 sagði hann einnig að hlýnun jarðar væri hugmynd sem Kínverjar hefðu skapað til þess að skaða samkeppnisstöðu Bandaríkjanna. Haley var einnig spurð um ástæður þess að Bandaríkin ákvaðu að draga sig úr Parísarsamkomulaginu en samkvæmt samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin sig meðal annars til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 26 til 28 prósent af því sem útblásturinn var árið 2005 fyrir árið 2025.„Heimurinn vildi segja okkur hvernig við ættum að gera þetta og við erum að segja að við munum gera þetta, bara á okkar forsendum,“ sagði Haley.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Frakkar leiðrétta myndband Hvíta hússins um Parísarsamkomulagið Yfirvöld í Frakklandi hafa leiðrétt myndband sem gefið var út af Hvíta húsinu þar sem farið var yfir af hverju Parísarsamkomulagið um loftslagsmál væri slæmt fyrir Bandaríkin. 3. júní 2017 17:22
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12
Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Bandaríkjaforseta dapurlega. 2. júní 2017 18:43
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Segir að bandarískar borgir muni hreinsa upp eftir Trump í loftslagsmálum Bandaríkin muni mæta þeim markmiðum sem Parísar samkomulagið um loftslagsmál mælir um fyrir, þrátt fyrir að forseti Bandaríkjanna hafi dregið ríkið út úr samkomulaginu að mati fyrrverandi borgarstjóra New York. 3. júní 2017 17:58