Ólýsanlegar aðstæður í Grenfell-turni: Talið að allt að sjötíu manns hafi látið lífið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 08:07 Lögreglan hefur birt myndir innan úr turninum sem sýna vel eyðilegginguna sem eldurinn olli. vísir/epa Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Talið er að allt að sjötíu manns hafi farist í brunanum í Grenfell-turni í vesturhluta London aðfaranótt miðvikudagsins 14. júní. Þetta kemur fram í frétt BBC þó að lögreglan hafi ekki formlega gefið út að fleiri hafi látist en 58. Samkvæmt BBC er talið öruggt að sú tala muni hækka og að yfirvöld sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag. Það mun þó taka vikur að bera kennsl á alla þá sem létust og ef til vill verður ekki hægt að bera kennsl á þá alla.Að minnsta kosti 58 létust í brunanum en BBC segir að talið sé að allt að 70 manns hafi farist.vísir/epaLögreglan birti í fyrsta skipti í gær myndir innan úr turninum. Við blasir gríðarleg eyðilegging en 24 hæðir voru í turninum með 120 félagslegum íbúðum. Turninn gjöreyðilagðist í eldinum og ljóst er af myndunum að dæma að aðstæður til björgunarstarfs hafa verið afar erfiðar. „Það er mjög mikilvægt að allir geri sér grein fyrir hversu erfiðar aðstæður björgunaraðilar hafi verið við í Grenfell-turninum þar sem þeir hafa verið að leita að fólki, bjarga því og koma þeim til ástvina sinna. [...] Þessar aðstæður eru í raun ólýsanlegar vegna eyðileggingarinnar og þar af leiðandi mun það taka okkur margar vikur að ljúka þessu verkefni,“ segir Stuart Cundy hjá lögreglunni í London.120 íbúðir voru í Grenfell-turni.vísir/epaEldsupptök liggja ekki fyrir en í gær var greint frá því að klæðningin sem var utan á húsinu hafi verið ólögleg í Bretlandi. Kenningar eru uppi um að klæðningin hafi orsakað það hversu hratt bruninn breiddist út en það hefur ekki enn fengist staðfest. Sakamálarannsókn er hafin á brunanum sem beinist meðal annars að því hvort að farið hafi verið eftir byggingarreglugerðum þegar ráðist var í endurbætur á turninum fyrir nokkrum árum.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17 Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15 Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Mótmæli og mikil reiði vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni Fjölmenn mótmæli voru í Kensington og Chelsea í London í dag vegna viðbragða yfirvalda við brunanum í Grenfell-turni aðfaranótt miðvikudags. 16. júní 2017 21:17
Klæðningin á Grenfell-turninum var bönnuð á Bretlandi Fjármálaráðherra Bretlands segir að klæðningin sem var utan á Grenfell-turninum sem brann á miðvikudag sé ólögleg í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. Að minnsta kosti 58 eru látnir eftir eldsvoðann. 18. júní 2017 13:15
Munu hugsanlega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum Lögreglan í Lundúnum hefur gefið það út að hún muni mögulega ekki geta borið kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum í Grenfell Tower í vesturhluta borgarinnar aðfaranótt miðvikudags. 15. júní 2017 20:18