Í skuldafjötrum á uppboðsmarkaði bankana Sævar Þór Jónsson skrifar 15. júní 2017 16:23 Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nú í haust eru níu ár liðin frá hinu illræmda efnahagshruni hér á landi. Það má segja að í kjölfar hrunsins hafi átti sér stað mikil uppstokkun á fjármálakerfi landsins og hófst löng og erfið vegferð í að greiða úr skuldavanda fyrirtækja og einstaklinga. Fundin voru upp úrræði eins og umboðsmaður skuldara og ýmis úrræði fyrir fyrirtækin eins og beina brautin svokallaða. Í yfirlýsingum frá bæði stjórnvöldum og fjármálafyrirtækjum á þessum tíma var mikið talað um gegnsæi og að mikilvægt væri að beita sanngjarnri aðferðafræði við úrlausn skuldavanda. Fóru stjórnvöld þess tíma í miklar aðgerðir sem ýmist voru í ökkla eða eyra, algjörlega bitlausar eða gengu of langt og jafnvel unnu gegn hagsmunum bæði skuldara og kröfuhafa. Dæmi um þetta er t.d. það úrræði sem gerði skuldurum kleyft að sitja í eignum í svokölluðu greiðsluskjóli en þar var gengið út frá því að skuldarinn væri í sérstöku skjóli sem gerði kröfuhöfum ókleift að ganga á eigur hans meðan hann væri í skjólinu og verið væri að vinna í hans málum innan embættis umboðsmanns skuldara. Í upphafi voru skuldarar í greiðsluskjóli í skamman tíma, aðeins fá ár. Oftar en ekki varð lítið gert fyrir þá innan embættisins. Virðist nálgun embættisins hafa verið að gera allar eignir upptækar og láta skuldarann sitja uppi með skuldir sem hann átti svo að greiða næstu árin. Það var því lítill hvati til að gangast við slíku samkomulagi fyrir skuldarann. Þegar greiðsluskjólinu lauk svo hjá þessum aðilum eftir nokkurra ára biðstöðu hjá embætti umboðsmanns skuldara þá blasti við mun stærri vandi. Sá vandi var í því fólginn að allar skuldir höfðu hækkað vegna kostnaðar sem höfðu hlaðist ofan á skuldirnar í greiðsluskjólinu. Vandinn í upphafi var sá að erfiðara var að fara í beina samninga við kröfuhafa vegna þess að skuldarinn þurfti að komast í greiðsluskjól meðan samið væri um kröfur á hendur honum sem voru oftar en ekki frá fleirum en einum kröfuhafa. Var því greiðsluskjólsúrræði umboðsmanns skuldara kjörið úrræði en eftir á að hyggja má ætla að beinir samningar hefðu dugað betur í að vinna á vanda skuldara því reynslan sýnir að þeir sem voru í greiðsluskjóli í nokkur ár innan embættis umboðsmanns skuldara og fengu svo ekki úrlausn sinna mála eru mun verr settir nú en þeir voru áður en þeir fóru inn í úrræðið. Þá er ónefndur sá vandi kröfuhafanna sem áttu kröfur og tryggingar sem ekkert fékkst upp í svo árum skipti og viðhald á veðsettum eignum látið sitja á hakanum. Umrætt úrræði var því fáum til sérstakrar hagsbótar enda var vandanum aðeins frestað í nokkur ár án þess að taka á honum með beinum hætti eins og hægt var að gera með beinum samningum við kröfuhafa sjálfa. Það eru aftur á móti önnur vandamál sem láta á sér kræla þegar leitað er beinna samninga við bankana. Þar ber upp úr hið mikla ógegnsæi sem virðist einkenna úrvinnslu mála hjá þeim. Þrátt fyrir þetta hefur bæði forsvarsmönnum bankanna og fulltrúum verið tíðrætt um gegnsæi en þegar upp er staðið virðist það því miður oftar en ekki vera orðin tóm. Upplifun okkar, sem sitjum fyrir hönd einstaklinga og fyrirtækja við samningaborðið andspænis fjármálafyritækjunum, er því miður oft sú eins og vera staddur á uppboðsmarkaði þar sem verið er að braska með skuldir og uppgjör. Dæmi eru um að krafa banka sem var upp á 30 milljónir hafi farið niður í 22 milljónir eftir fyrstu samningatrennu við bankann en hafi svo endað í 6 milljónum á endanum. Það er auðvitað gott mál fyrir viðkomandi að ná skuldum sínum niður en þegar litið er svo til annarra sambærilegra mála innan bankakerfisins getur niðurstaða mála verið mjög mismunandi. Það er því að mínu mati lítið gegnsæi til staðar um uppgjör krafna við bankana og það gegnsæi sem fjármálafyrirtækin hampa sér stundum er lítið sem ekkert þegar upp er staðið. Þetta ógegnsæi hefur svo áhrif á jafnrétti í úrlausn skuldavanda og alls óvíst að skuldara í svipaðri stöðu fái sömu niðurstöðu eða meðferð. Þá eru því miður mörg dæmi um að sumir bankar dragi fram á langinn að svara samningsumleitunum fólks. Þá virðast sumir bankar hafa þá stefnu að gefa ekkert eftir, ekki einu sinni þótt þeir tapi málum fyrir úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki hjá FME. Þeir ríghalda í kröfurnar í þeirri von að viðkomandi skuldari gefist upp eða hafa ekki burði til að stefna málinu fyrir dóm. Hins vegar er svo samið um leið og málinu hefur verið stefnt fyrir dómi því þessir sömu bankar óttast fordæmin sem dómstólar geta sett. Það má spyrja sig að því hver sé aðferðafærði banka í uppgjörsmálum þeirra sem eiga við skuldavanda að stríða og það siðferði sem þar liggur að baki. Sú úrvinnsla sem boðið er upp á er hvorki nógu skilvirk né gegnsæ. Það er því tímabært að endurskoða t.d. forsendur fyrir því að reka umboðsmann skuldara með þeim hætti sem nú er gert. Skilvirkasta leiðin er að semja beint við kröfuhafa en þá þarf gegnsæið að vera fyrir hendi og samhliða þurfa fjármálafyrirtæki að gera grein fyrir drætti sem verður oftar en ekki á úrvinnslu mála hjá þeim þegar skuldari leitar til þeirra með samninga um uppgjör skulda sinna við þá.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun