Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 14:31 Bandaríkjaforseti á í vök að verjast vegna ásakana um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vísar á bug frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna mögulegrar hindrunar á framgangi réttvísinnar. Líkt og hann hefur ítrekað gert með óhagstæðar fréttir af sér kallar Trump fréttina „gervifrétt“. Bandaríska blaðið hafði eftir fimm nafnlausum háttsettum embættismönnum að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa á forsetakosningunum og mögulegum tengslum þeirra við forsetaframboð Trump, væri nú að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey úr embætti forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Eins og svo oft áður greip forsetinn til Twitter til þess að svara fyrir sig. „Þeir bjuggu til gervisamráð með Rússafréttunum, fundu engar sannanir, svo nú fara þeir í hindrun á framgangi réttvísinnar í gervifréttinni. Huggulegt,“ tísti Trump.Skjáskot/TwitterÞá endurtók hann fullyrðingu sína um að málið allt væri stærstu nornaveiðar í bandrískri stjórnmálasögu. Fyrir því stæði „mjög slæmt og ringlað“ fólk.Reuters-fréttastofan segir hins vegar að heimildamaður hennar sem þekki til rannsóknar Mueller hafi staðfest frétt Washington Post. Rannsókn á mögulegri tilraun Trump til að hindra framgang réttvísinnar hafi verið óumflýjanleg eftir Comey sagði þingnefnd í síðustu viku að hann teldi forsetann hafa rekið sig vegna Rússaransóknarinnar.Skjáskot/Twitter
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. 14. júní 2017 22:56