Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 10:45 Trump virðist enn njóta óskoraðs stuðnings Repúblikanaflokksins þrátt fyrir fréttir um að hann sé til rannsóknar. Vísir/EPA Fréttir af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé til rannsóknar vegna hindrunar á framgangi réttvísinnar breytir engu að mati Repúblikanaflokks hans. Formaður flokksins segir engar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur ransakandi dómsmálaráðuneytisins, væri að rannsaka hvort að Trump hefði reynt að stöðva rannsókn alríkislögreglunnar FBI á meintum tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa og gerst þannig sekur um að hindra framgang réttvísinnar.Sjá einnig:Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Heimildamenn blaðsins eru fimm ónefndir háttsettir embættismenn. Þeir segja að Mueller sé nú að taka viðtöl við æðstu yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna til að fá skýrari mynd af gjörðum forsetans. Lögmenn forsetans segja lekann „svívirðilegan“. Orðrómar um að Trump hefði verið að íhuga að reka Mueller gengu fjöllunum hærra um helgina og í byrjun vikunnar.Formaður repúblikana ræðst á rannsakandann persónulega Ronna Romney McDaniel, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC), vísar fréttinni hins vegar á bug og kallar hana staðlausa í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. „Enn eru engar vísbendingar um hindrun og núverandi og fyrrverandi leiðtogar leyniþjónustusamfélagsins hafa ítrekað sagt að engar tilraunir hafi verið gerðar til að leggja stein í götu rannsóknarinnar á nokkurn hátt,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Líkt og Trump sjálfur hefur gert um mánaðaskeið leggur formaður repúblikana áherslu á að eini glæpurinn í þessu tilfelli sé „áframhaldandi ólöglegir lekar“. Þrátt fyrir að Mueller hafi ekki látið hafa neitt eftir sér frá því að honum var falin rannsóknin í síðasta mánuði bætti Romney McDaniel um betur á Twitter og sakaði hann persónulega um „staðlausar ásakanir“.Mueller's unfounded accusation against @POTUS changes nothing. There's still no proof of obstruction of justice. https://t.co/gY7pcfD4yj— Ronna RomneyMcDaniel (@GOPChairwoman) June 15, 2017 Trump til rannsóknar skömmu eftir brottrekstur Comey James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI sem Trump rak vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum, bar fyrir þingnefnd í síðustu viku að hann hefði sagt forsetanum að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar. Þrátt fyrir að lögmaður Trump hafi sakað Comey um lygar að öðru leyti sagðist Trump telja framburð FBI-mannsins „réttlæta sig algerlega“. Í frétt Washington Post kemur fram að Mueller hafi hafið rannsókn á Trump fljótlega eftir að hann lét Comey fjúka 9. maí. Comey bar vitni um að hann hafi talið að Trump hafi rekið sig vegna Rússarannsóknarinnar. Trump sagði það raunar sjálfur í viðtali skömmu eftir brottreksturinn að hann hefði verið að hugsa um þá rannsókn þegar hann ákvað að reka Comey. Auk þess að láta í ljós vilja sinn við Comey um að hann léti rannsóknina á þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla, hefur komið fram að Trump reyndi að fá yfirmenn annarra leyniþjónustustofnana til að segja opinberlega að hann væri ekki til rannsóknar. Eins spurði hann þá hvort þeir gætu fengið Comey til að hætta rannsókninni.Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí.Vísir/EPABað leyniþjónustumenn að taka fram fyrir hendurnar á ComeyHeimildamenn Washington Post segir að sérstaki rannsakandinn hafi sérlegan áhuga á fundi Trump með Daniel Coats, yfirmanni leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Mike Pompeo, forstjóra leyniþjónustunnar CIA 22. mars. Trump bað þá tvo um að verða eftir á skrifstofu hans við lok fundar með fleiri yfirmönnum stofnana. Coats er sagður hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Trump hafi spurt sig hvort hann gæti gripið inn í rannsókn Comey. Þegar Coats kom fyrir þingnefnd í síðustu viku sagðist hann ekki hafa upplifað þrýsting á að grípa inn í. Skömmu eftir þann fund á Trump að hafa hringt í Coats og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Bað hann þá um að gefa út opinbera yfirlýsingu um að engar vísbendingar væru um neitt samráð á milli starfsmanna framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda. Leyniþjónustumennirnir höfnuðu þeirri bón forsetans, að sögn heimilidamanna blaðsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Fréttir af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé til rannsóknar vegna hindrunar á framgangi réttvísinnar breytir engu að mati Repúblikanaflokks hans. Formaður flokksins segir engar vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar.Washington Post greindi frá því í gær að Robert Mueller, sérstakur ransakandi dómsmálaráðuneytisins, væri að rannsaka hvort að Trump hefði reynt að stöðva rannsókn alríkislögreglunnar FBI á meintum tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa og gerst þannig sekur um að hindra framgang réttvísinnar.Sjá einnig:Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Heimildamenn blaðsins eru fimm ónefndir háttsettir embættismenn. Þeir segja að Mueller sé nú að taka viðtöl við æðstu yfirmenn leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna til að fá skýrari mynd af gjörðum forsetans. Lögmenn forsetans segja lekann „svívirðilegan“. Orðrómar um að Trump hefði verið að íhuga að reka Mueller gengu fjöllunum hærra um helgina og í byrjun vikunnar.Formaður repúblikana ræðst á rannsakandann persónulega Ronna Romney McDaniel, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins (RNC), vísar fréttinni hins vegar á bug og kallar hana staðlausa í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. „Enn eru engar vísbendingar um hindrun og núverandi og fyrrverandi leiðtogar leyniþjónustusamfélagsins hafa ítrekað sagt að engar tilraunir hafi verið gerðar til að leggja stein í götu rannsóknarinnar á nokkurn hátt,“ segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Líkt og Trump sjálfur hefur gert um mánaðaskeið leggur formaður repúblikana áherslu á að eini glæpurinn í þessu tilfelli sé „áframhaldandi ólöglegir lekar“. Þrátt fyrir að Mueller hafi ekki látið hafa neitt eftir sér frá því að honum var falin rannsóknin í síðasta mánuði bætti Romney McDaniel um betur á Twitter og sakaði hann persónulega um „staðlausar ásakanir“.Mueller's unfounded accusation against @POTUS changes nothing. There's still no proof of obstruction of justice. https://t.co/gY7pcfD4yj— Ronna RomneyMcDaniel (@GOPChairwoman) June 15, 2017 Trump til rannsóknar skömmu eftir brottrekstur Comey James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI sem Trump rak vegna rannsóknarinnar á Rússatengslunum, bar fyrir þingnefnd í síðustu viku að hann hefði sagt forsetanum að hann væri ekki sjálfur til rannsóknar. Þrátt fyrir að lögmaður Trump hafi sakað Comey um lygar að öðru leyti sagðist Trump telja framburð FBI-mannsins „réttlæta sig algerlega“. Í frétt Washington Post kemur fram að Mueller hafi hafið rannsókn á Trump fljótlega eftir að hann lét Comey fjúka 9. maí. Comey bar vitni um að hann hafi talið að Trump hafi rekið sig vegna Rússarannsóknarinnar. Trump sagði það raunar sjálfur í viðtali skömmu eftir brottreksturinn að hann hefði verið að hugsa um þá rannsókn þegar hann ákvað að reka Comey. Auk þess að láta í ljós vilja sinn við Comey um að hann léti rannsóknina á þjóðaröryggisráðgjafanum Michael Flynn falla, hefur komið fram að Trump reyndi að fá yfirmenn annarra leyniþjónustustofnana til að segja opinberlega að hann væri ekki til rannsóknar. Eins spurði hann þá hvort þeir gætu fengið Comey til að hætta rannsókninni.Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins 17. maí.Vísir/EPABað leyniþjónustumenn að taka fram fyrir hendurnar á ComeyHeimildamenn Washington Post segir að sérstaki rannsakandinn hafi sérlegan áhuga á fundi Trump með Daniel Coats, yfirmanni leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Mike Pompeo, forstjóra leyniþjónustunnar CIA 22. mars. Trump bað þá tvo um að verða eftir á skrifstofu hans við lok fundar með fleiri yfirmönnum stofnana. Coats er sagður hafa sagt samstarfsmönnum sínum að Trump hafi spurt sig hvort hann gæti gripið inn í rannsókn Comey. Þegar Coats kom fyrir þingnefnd í síðustu viku sagðist hann ekki hafa upplifað þrýsting á að grípa inn í. Skömmu eftir þann fund á Trump að hafa hringt í Coats og Mike Rogers, forstjóra Þjóðaröryggisstofnunarinnar NSA. Bað hann þá um að gefa út opinbera yfirlýsingu um að engar vísbendingar væru um neitt samráð á milli starfsmanna framboðs Trump og rússneskra stjórnvalda. Leyniþjónustumennirnir höfnuðu þeirri bón forsetans, að sögn heimilidamanna blaðsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51
Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 13. júní 2017 10:11