Þetta eru fimmtán dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2017 10:30 Allt fínir þættir. Eitt allra vinsælasta afþreyingarefni heims í dag eru sjónvarpsþættir og er sífellt verið að leggja meiri og meiri áherslu á framleiðslu þeirra. Gríðarleg vinna og miklir fjármunir fara oft á tíðum í hvern þátt og má þar til að mynda nefna þætti eins og Game of Thrones, sem eru þeir allra vinsælustu í heiminum í dag. Framleiðsluferlið eru margir mánuðir og er hver þáttur nánast eins og heil kvikmynd. Á síðunni Digital Spy er farið yfir fimmtán dýrustu þætti sögunnar og má sjá þann lista í heild sinni hér að neðan:15. Fringe Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir króna. 14. Lost Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir, en fyrsti þátturinn sem framleiddur var kostaði um einn milljarð. Ástæðan fyrir því var mikill flutningskostnaður og fjárfesta þurfti í flugvél. 13. Deadwood Hver þáttur kostaði um 450 milljónir króna.12. House of Cards Hver þáttur kostar rúmlega 450 milljónir króna en þeir eru enn í framleiðslu.11. Boardwalk Empire Hver þáttur kostaði um 500 milljónir en opnunarþátturinn kostaði um 1,8 milljarð króna. Leikmyndin sjálf kostaði 200 milljónir króna.10. Frasier Hver þáttur kostaði 520 milljónir króna og var ástæðan fyrir því helst að Kelsey Grammer fékk um 160 milljónir króna fyrir hvern einasta þátt. Hann fór með aðalhlutverkið sem Frasier.9. Camelot Kostnaðurinn við hvern þátt var um sjö hundruð milljónir.8. Sense 8 Þættirnir voru gríðarlega dýrir í framleiðslu og kostaði hver þáttur um 900 milljónir.7. Marco Polo Hver þáttur kostaði yfir 900 milljónir.6. Rome Hver þáttur kostaði tæplega einn milljarð.5. Game of Thrones Hver þáttur kostar rúmlega einn milljarð af þessum gríðarlega vinsælu þáttum. 4. Friends Hver þáttur kostaði undir lokin vel yfir einn milljarð. Ástæðan fyrir því var sú að aðalleikararnir sex fengu hundrað milljónir króna fyrir hvern þátt.3. The Get Down Netflix þættir en kostnaðurinn á bakvið hvern þátt var 1,1 milljarður króna.2. E.R. Gríðarlega vinsælir læknaþættir og var kostnaðurinn við hvern þátt um 1,3 milljarðar íslenskra króna. 1. The Crown Netflix-sería sem varð strax gríðarlega vinsæl. Hver þáttur kostar rúmlega 1,3 milljarða króna. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Eitt allra vinsælasta afþreyingarefni heims í dag eru sjónvarpsþættir og er sífellt verið að leggja meiri og meiri áherslu á framleiðslu þeirra. Gríðarleg vinna og miklir fjármunir fara oft á tíðum í hvern þátt og má þar til að mynda nefna þætti eins og Game of Thrones, sem eru þeir allra vinsælustu í heiminum í dag. Framleiðsluferlið eru margir mánuðir og er hver þáttur nánast eins og heil kvikmynd. Á síðunni Digital Spy er farið yfir fimmtán dýrustu þætti sögunnar og má sjá þann lista í heild sinni hér að neðan:15. Fringe Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir króna. 14. Lost Hver þáttur kostaði um fjögur hundruð milljónir, en fyrsti þátturinn sem framleiddur var kostaði um einn milljarð. Ástæðan fyrir því var mikill flutningskostnaður og fjárfesta þurfti í flugvél. 13. Deadwood Hver þáttur kostaði um 450 milljónir króna.12. House of Cards Hver þáttur kostar rúmlega 450 milljónir króna en þeir eru enn í framleiðslu.11. Boardwalk Empire Hver þáttur kostaði um 500 milljónir en opnunarþátturinn kostaði um 1,8 milljarð króna. Leikmyndin sjálf kostaði 200 milljónir króna.10. Frasier Hver þáttur kostaði 520 milljónir króna og var ástæðan fyrir því helst að Kelsey Grammer fékk um 160 milljónir króna fyrir hvern einasta þátt. Hann fór með aðalhlutverkið sem Frasier.9. Camelot Kostnaðurinn við hvern þátt var um sjö hundruð milljónir.8. Sense 8 Þættirnir voru gríðarlega dýrir í framleiðslu og kostaði hver þáttur um 900 milljónir.7. Marco Polo Hver þáttur kostaði yfir 900 milljónir.6. Rome Hver þáttur kostaði tæplega einn milljarð.5. Game of Thrones Hver þáttur kostar rúmlega einn milljarð af þessum gríðarlega vinsælu þáttum. 4. Friends Hver þáttur kostaði undir lokin vel yfir einn milljarð. Ástæðan fyrir því var sú að aðalleikararnir sex fengu hundrað milljónir króna fyrir hvern þátt.3. The Get Down Netflix þættir en kostnaðurinn á bakvið hvern þátt var 1,1 milljarður króna.2. E.R. Gríðarlega vinsælir læknaþættir og var kostnaðurinn við hvern þátt um 1,3 milljarðar íslenskra króna. 1. The Crown Netflix-sería sem varð strax gríðarlega vinsæl. Hver þáttur kostar rúmlega 1,3 milljarða króna.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein