Lýsir ástandinu í Grenfell-turni eins og einhverju úr hryllingsmynd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:29 Íbúi í Grenfell-turni greinir frá sinni upplifun af eldsvoðanum í Lundúnum. Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30