Lýsir ástandinu í Grenfell-turni eins og einhverju úr hryllingsmynd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:29 Íbúi í Grenfell-turni greinir frá sinni upplifun af eldsvoðanum í Lundúnum. Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington. Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Sjónarvottar lýstu því sem fyrir augum bar, þegar Grenfell-turninn í Lundúnum stóð í ljósum logum, fyrir breskum fjölmiðlum í dag. Íbúi turnsins, Mickey, segist hafa verið í svefnrofunum þegar hann fann skyndilega lykt af brenndu plasti. Lyktin hafi vakið með honum grunsemdir sem urðu honum, kærustu hans og barni til lífs því hún varð til þess að hann fór á fætur. Hann gekk fram í stofu og leitaði eftir skemmdum á innstungum og fann ekkert. Það var ekki fyrr en hann leit út um gluggann sem hann heyrði ópin í fólkinu fyrir utan og í kjölfarið leit hann út um op á útidyrahurðinni og sá að eldur hafði borist inn um stigaganginn. Hann sótti kærustu sína og barn í flýti og kom þeim út úr turninum. Þegar út var komið sá hann hversu slæmt ástandið virkilega var og lýsti Mickey upplifuninni eins og „einhverju úr hryllingsmynd“.Eldsvoðinn í Grenfell-turni í Lundúnum.Vísir/gettyBáðu vegfarendur um að grípa börnin sín Tamara býr í námunda við hverfið. Hún og bróðir hennar fylgdust skelfingu lostin af götunni með þróun eldsins. Hún lýsti því fyrir breskum fjölmiðlum hvernig þau fylgdust með fólki hrópa út um gluggana eftir hjálp og sáu eldinn í kjölfarið ná til þeirra. Tamara minnist neyðarópa fólksins sem sárbændu vegfarendur að grípa börn sín. Samira, vinkona hennar, sem einnig var vitni að því þegar Grenfell-turninn varð alelda, segir að eldurinn hafi breiðst út á ofsahraða. Fyrst um sinn hafi hún tekið eftir eldinum þegar fjórar hæðir stóðu í ljósum logum en að ekki hafi liðið á löngu fyrr en turninn hafi verið alelda. Hún segist hafa séð fólk bæði steypast fram af svölum og gluggum íbúða sinna. Fjölskylduvinur Tamöru var um hríð fastur inni í byggingunni en hann var á meðal þeirra heppnu sem komust lífs af úr byggingunni. Að minnsta kosti tólf hafa látist í eldsvoðanum í Grenfell-turni í Norður Kensington.
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30 Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Mannskaði í stórbruna í Lundúnum Tólf eru látnir í gríðarlegum eldi sem logaði í háhýsi í Kensington-hverfi í Lundúnum í nótt. 14. júní 2017 15:30
Hjúkrunarfræðingur á vettvangi: „Ég vona að ég muni aldrei sjá neitt þessu líkt aftur“ Hjúkrunarfræðingurinn Simone Williams var á göngu nærri Grenfell Tower þegar hún heyrði sírenuvæl. 14. júní 2017 10:07
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30