Þjálfari Króata: Heppnin með Íslandi í lokin

„Fyrst og fremst vil ég óska Íslandi til hamingju með sigurinn,“ sagði Čačić. Allt hafi bent til markalauss jafnteflis enda lítið um færi á báðum endum.
Mark Íslands kom eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er heimsfrægur fyrir spyrnugetu sína.
„Við ræddum mikið um föst leikatriði í aðdraganda leiksins, þau eru helsti styrkleiki Ísland. Og þannig skoruðu þeir,“ sagði Čačić greinilega svekktur. Hann benti þó á að lið sitt hefði skapað lítið fram á við og fengið fá færi.
„Heimaliðið virtist hafa meiri orku og þeir unnu marga 50/50 bolta. Í lokin voru þeir heppnir að skora mark og tryggja sér mikilvægan sigur.“
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-0 | Langþráður risasigur gegn Króötum
Íslenska karlalandsliðið mætir Króatíu í sannkölluðum toppslag milli tveggja efstu liðanna í riðlinum. Króatar geta náð sex stiga forystu á Ísland með sigri.

Heimir: Þetta var svo asnalegt mark
Heimir Hallgrímsson kom brosandi til móts við blaðamenn á fundi eftir 1-0 sigurinn í Laugardalnum í dag. Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma.

Lokamínútur hálfleikja í Laugardalnum að skila okkur mörgum stigum
Íslenska karlalandsliðið vann 1-0 sigur á Króatíu í undankeppni HM á Laugardalsvellinum í kvöld. Sigurmarkið kom á síðustu mínútu leiksins og breytti öllu fyrir íslenska liðið í þessari undankeppni.

Aron Einar: Fundirnir voru langir en borguðu sig
"Uppleggið virkaði og við fórum vel yfir þá. Fundirnir voru langir, en margborguðu sig í dag," sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir sigurinn frækna gegn Króötum á Laugardalsvelli í dag.