150 þúsund nýir meðlimir sagðir hafa gengið í Verkamannaflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2017 16:46 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, er líklega ánægður með nýju flokkssystkini sín. Vísir/AFP 150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. Greint er frá þessu á vef Independent. Richard Burgon, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að gríðarleg aukning hefði orðið á skráningu í flokkinn eftir að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans, Theresu May, náði ekki meirihluta á þinginu. 150 þúsund nýir meðlimir eru taldir hafa skráð sig í flokkinn eftir að niðurstöður voru kunngjörðar. Verkamannaflokknum hafði ekki verið spáð góðu gengi í kosningunum en niðurstöður kosninganna gera leiðtogahæfileikum Jeremy Corbyn nú hátt undir höfði. Þá tóku leitarvélar einnig kipp en mikil aukning var á innslætti „Join Labour“ eða „Gerast meðlimur í Verkamannaflokknum“ í Google, sérstaklega þegar útgönguspár voru birtar. Theresa May stendur nú í viðræðum við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, en enn er ekki ljóst hverjar niðurstöður þess samkomulags verða. Viðræðurnar munu halda áfram í vikunni. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heitið því að kollvarpa hverri þeirri ríkisstjórn sem May kann að mynda. „Ég get enn þá orðið forsætisráðherra,“ var haft eftir Corbyn í dag. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
150 þúsund nýir meðlimir eru sagðir hafa gengið í breska Verkamannaflokkinn í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Flokkurinn bætti þar við sig sögulegum fjölda þingsæta. Greint er frá þessu á vef Independent. Richard Burgon, þingmaður Verkamannaflokksins, sagði að gríðarleg aukning hefði orðið á skráningu í flokkinn eftir að Íhaldsflokkur forsætisráðherrans, Theresu May, náði ekki meirihluta á þinginu. 150 þúsund nýir meðlimir eru taldir hafa skráð sig í flokkinn eftir að niðurstöður voru kunngjörðar. Verkamannaflokknum hafði ekki verið spáð góðu gengi í kosningunum en niðurstöður kosninganna gera leiðtogahæfileikum Jeremy Corbyn nú hátt undir höfði. Þá tóku leitarvélar einnig kipp en mikil aukning var á innslætti „Join Labour“ eða „Gerast meðlimur í Verkamannaflokknum“ í Google, sérstaklega þegar útgönguspár voru birtar. Theresa May stendur nú í viðræðum við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP, en enn er ekki ljóst hverjar niðurstöður þess samkomulags verða. Viðræðurnar munu halda áfram í vikunni. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heitið því að kollvarpa hverri þeirri ríkisstjórn sem May kann að mynda. „Ég get enn þá orðið forsætisráðherra,“ var haft eftir Corbyn í dag.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57 Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00 Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Formaður Verkamannaflokksins segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. 9. júní 2017 08:57
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Ríkisstjórn May stendur veikum fótum Útlit er fyrir minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðsræðislega sambandsflokksins á Norður-Írlandi í breska þinginu. Úrslit kosninganna voru sögð niðurlæging fyrir Theresu May forsætisráðherra. Óvissa um samninga Bretlands og Evrópusambandsins. 10. júní 2017 07:00
Flokkarnir hafa enn ekki komist að samkomulagi Downing Street, skrifstofa forsætisráðuneytisins í Bretlandi, og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) sitja enn að samningum og hafa ekki enn komist að niðurstöðu um myndun minnihlutastjórnar. Í tilkynningu frá Downing Street í gær sagði að samningar um stjórnarsamstarf Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins væru í höfn. Í kjölfarið bárust tilkynningar frá báðum fylkingum um að svo væri ekki, að samningaviðræður stæðu enn yfir. 11. júní 2017 08:52