Fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley og leikarinn Jason Statham eignuðust sitt fyrsta barn á laugardaginn. Strákur var það og hefur hann fengið nafnið Jack.
Það var fyrirsætan sjálf sem tilkynnti fréttirnar á Instagramsíðu sinni en parið er í skýjunum með frumburðinn eins og gefur að skilja. Rosie notaði einnig Instagram þegar hún tilkynnti óléttuna í febrúar á þessu ári.