Buðu vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði 28. júní 2017 09:00 David Beckham var í stóru hlutverki þegar England vildi fá að halda HM 2018. Vísir/Getty Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Fyrrum stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins viðurkennir að það hafi verið ákveðin mútuboð að bjóða vináttulandsleik í skiptum fyrir atkvæði. Þetta kom fram í hinni svokölluðu Garcia-skýrslu sem hefur nú verið birt í heild sinni. Michael Garcia var fenginn til að rannsaka hvort að spilling hafi ráðið því hvaða lönd fengu HM 2018 og HM 2022. Rússland og Katar verða gestgjafar keppnanna eins og alkunna er en England sóttist einnig eftir því að halda HM 2018. Geoff Thompson, fyrrum stjórnarformaður enska sambandsins, viðurkennir í skýrslunni að boð enska sambandsins um að spila vináttulandsleik gegn Tælandi hafi eingöngu verið til afla Englandi stuðnings í baráttunni. Boðið um að spila vináttulandsleikinn barst átta dögum fyrir kosninguna en hætt var við leikinn þremur vikum síðar, enda hafði England tapað kosningunni og ekki notið stuðnings Tæliendinga. Enska knattspyrnusambandið fór ekki í felur með málið á sinum tíma en forráðamenn þess viðurkenna í skýrslunni að það væri óæskilegt að bjóða vináttulandsleiki í skiptum fyrir atkvæði. Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti skýrslu Garcia í heild sinni aðeins nokkrum dögum eftir að þýska blaðið Bild komst yfir hana, þremur árum eftir að hún var skrifuð. Í henni kom meðal annars fram að tíu ára dóttir forráðamanns FIFA fékk rúmar 212 milljónir króna inn á bankareikning sinn. Einnig kemur fram í skýrslunni að þremur háttsettum FIFA-mönnum hafi verið flogið í einkaþotu til Ríó en meðlimir knattspyrnusambands Katar áttu þotuna. Garcia hætti hjá siðanefnd FIFA eftir að sambandið ákvað að birta aðeins 42 síðna útdrátt úr skýrslunni, þar sem að Katar og Rússland voru hreinsuð af ásökunum um spillingu, í stað þess að birta skýrsluna alla sem nú hefur verið gert. Þó er ólíklegt að skýrslan verði til þess að skipt verði um gestgjafa á næstu heimsmeistarakeppnum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
Tíu ára dóttir fulltrúa FIFA fékk 212 milljónir Þýska blaðið Bild hefur komist yfir skýrslu FIFA sem var grafin fyrir þrem árum síðan en hún fjallar um hvernig forráðamenn frá Katar mútuðu forráðamönnum FIFA í von um að fá HM árið 2022. Það gekk upp. 26. júní 2017 22:07