Skjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júní 2017 18:45 Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Skjálftahrina sem hófst á Kolbeinseyjarhrygg í gær er í rénun. Tveir skjálftar, rúmlega fjórir að stærð urðu á svæðinu og á eftir fylgdi rúmur tugur skjálfta af stærðinni þrír. Jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að ekki sé hægt að útiloka stóran skjálfta norðanlands. Skjálftahrina sem staðið hefur yfir er á þekktu brotabelti á Kolbeinseyjarhrygg, 230 km. norður af Melrakkasléttu. Erfitt er að staðsetja skjálftana nákvæmlega vegna fjarlægðar en hrinur sem þessar eiga sér reglulega stað. „Þessar flekahreyfingar teljast eðlilegar. Ísland liggur á flekaskilum og þarna á þessum flekaskilum er þetta þverbrotabelti og þar á sér stað norður hreyfing sem myndar spennu og getur leyst út skjálftahrinu eins og þessa,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Einar segir að skjálftar á þessum slóðum hafi lítil sem engin áhrif hér á landi. Hann getur þó ekki ekki útilokað stóran skjálfta í náinni framtíð á Norðurlandi. „Það hafa orðið mjög stórir skjálftar fyrir norðan og það er ekki útilokað að það verði stórir skjálftar bæði fyrir norðan, á Tjörnesbrotabeltinu og líka á Suðurlandsbrotabeltinu,“ segir Einar. Í viðtali við Pressuna árið 2012 sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur að hann teldi miklar líkur á því að stór jarðskjálfti yrði undan strönd Norðurlands á næstu tuttugu árum og í viðtali við Kristján Má Unnarsson hér á Stöð 2 í maí síðast liðnum, sagði Ragnar að búast mætti við allt að sjö stiga jarðskjálfta í Rangárvallasýslu og öðrum, allt að 6,5 stig á Bláfjallasvæðinu, sitthvoru megin skjálftanna sem urðu á Suðurlandi á síðasta áratug. „Þessir skjálftar sem við sjáum nú eru mun norðar en þessir skjálftar sem að Ragnar var að spá um“ segir Einar.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur leiti í táfýlu Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent