Rapparar hrifnir af skíðabuxum frá 66°Norður Stefán Þór Hjartarson skrifar 26. júní 2017 09:30 Skíðabuxur eru greinilega að detta inn á tískuradar rappara. Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst. Tíska og hönnun Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Rapparinn Big Sean sem spilaði á Secret Solstice hátíðinni um síðustu helgi henti inn þremur sjóðheitum myndum af sér á Íslandi eftir dvöl sína á landinu en það sem vakti athygli tískugúrúanna á myndunum var að drengurinn var klæddur í forláta Hvannadalshnúks skíðabuxur frá 66°Norður auk trefils frá sama merki. Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður, segir að stílisti rapparans hafi mætt í „showroom“ PR stofu 66°Norður í London og verið gríðarlega hrifinn af vörunum. „Í framhaldi báðu þau okkur um nokkrar flíkur, þar á meðal þær sem hann klæddist á Secret Solstice hátíðinni. Hann kíkti svo til okkar í verslunina á flugvellinum á heimleið og ætlaði að kaupa fleiri trefla en þeir voru því miður uppseldir þar.“ Aðspurður hvort Big Sean hafi verið beðinn um að pósta myndum af sér í fatnaðnum á Instagram segir Fannar að það hafi alfarið verið að frumkvæði Big Sean en að þau hafi verið virkilega ánægð með framtak rapparans. Fannar bætir því við að Hvannadalshnúks buxurnar séu einar af tæknilegustu útivistarbuxum 66° og voru þær hannaðar í samstarfi við meðlim úr björgunarsveitunum fyrir krefjandi aðstæður í huga. Á fimmtudaginn birtist svo grein í The Guardian þar sem hópurinn Boy Better Know – Skepta, bróðir hans JME, Jammer og fleiri – eru til viðtals. Þar má sjá Skepta í eins Hvannadalshnúks buxum auk Tinds flísjakka. Jammer er svo í Vatnajökuls buxum og Grandi Neoshell í bomber jakka á mynd inni í blaði. Það má því segja að íslenskur útivistarfatnaður eigi upp á pallborðið hjá röppurum og það verður spennandi að fylgjast með – kannski munum við sjá Migos í lopapeysum í ágúst.
Tíska og hönnun Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira