Gleði hins miðaldra manns Logi Bergmann skrifar 24. júní 2017 07:00 Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hitti gamlan kunningja um daginn. Hann byrjaði fyrir nokkrum árum að safna plötum. Alveg óvart. Núna á hann um 50 þúsund plötur og kemur þessu ómögulega fyrir í íbúðinni sinni. Plötur flæða út um allt og hann gerir sér grein fyrir því að þetta er komið út í algjöra vitleysu. Hann getur bara ekki hætt. Ég veit ekki einu sinni hvort hann hlustar eitthvað á þær. Þannig er ég. Nema hjá mér snýst þetta um tæki. Ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé að eldast. Fyrir utan hin augljósu merki (stöku grátt hár og svoleiðis) þá finnst mér ég helst sjá það á því hvað gerir mig spenntan. Hvað gleður mig. Ég hefði til dæmis aldrei trúað því að ég gæti varla sofnað af því að mig langar svo mikið í nýjan fernra dyra ísskáp sem heldur öllu sjúklega köldu og er með einhvers konar Sodastream vél framan á sér. Ekki að ég geri ráð fyrir að nota hana mikið. Mig langar bara rosalega mikið í svona ísskáp.Bilanaþrá Ég á fínan ísskáp sem ég keypti reyndar fyrir mörgum árum. Það er engin skynsemi í því að fá sér nýjan. Óskynsami ég vonar samt að hann fari að bila svo ég hafi afsökun fyrir að fá að upplifa gleðina sem fylgir nýrri græju. Skínandi, fallegri, nýrri (og sennilega óþarfri) græju. Ég kynni hér með hið íslenska nýyrði bilanaþrá til að lýsa mönnum sem eru jafn langt leiddir og ég. Ég er nefnilega kominn á þann stað að hlutir gleðja mig. Nýja uppþvottavélin er jafnvel frábærari en gamla uppþvottavélin sem var ömurleg. Ég fyllist einlægri gleði þegar allt kemur út úr henni, skínandi hreint og þurrt. Það er til dæmis tilfinning sem ég vissi ekki að ég byggi yfir. Og reyndar ekki heldur unaðstilfinningin sem fylgdi því að láta þessa gömlu, sem hafði nokkrum sinnum reynt að breyta eldhúsinu í sundlaug, gossa í gáminn í Sorpu. Ég held nefnilega að þessi græjufíkn í mér sé einhvers konar miðaldramerki. Og ég veit að ég gæti notaði peningana í eitthvað skynsamlegra. En þörf mín fyrir tæki er nánast óendanleg. Ryksugu- og skúringaróbotarnir, sem ég hef áður sagt frá, eru sennilega til merkis um að þetta sé nokkuð langt gengið hjá mér.GleðinÞetta er ekki bara ég. Nágranni minn keypti svo flottan hátalara um daginn að í þrjá daga í röð var ekki hægt að halda uppi samræðum við kvöldverðarborðið því það þurfti að prófa græjuna. Og þetta er ekki nýtt. Ég man enn þegar ég sá litasjónvarp í fyrsta sinn. Heima hjá vini mínum var horft á Húsbændur og hjú og allir voru appelsínugulir í framan með blátt hár. Ég nefndi kurteislega hvort það mætti ekki minnka litinn. Pabbi vinar míns leit á mig og sagði: „Minnka lítinn? Veistu hvað þetta tæki kostaði?“ Sálfræðingur myndi kannski segja að ég, og aðrir í þessari stöðu, værum með þessu að reyna að fá einhverja fyllingu í líf okkar eða eitthvað álíka gáfulegt. Ef það þarf að setja einhvern stimpil á þetta, gæti ég svo sem kallað þetta einhvers konar gráan fiðring hins hamingjusama fjölskylduföður. En lítum bara á björtu hliðarnar. Ég er að minnsta kosti ekki að ná mér í kvef á gulum blæjubíl í þessu furðulega íslenska sumri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun