Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Nordicphotos/AFP Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Samningstilboð Bretlands er snýr að réttindum Evrópusambandsborgara í Bretlandi og breskra ríkisborgara í ríkjum Evrópusambandsins vegna Brexit er ófullnægjandi. Frá þessu greindi Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í gær. Sagði Tusk að tilboð Breta fullnægði ekki væntingum sambandsins og það væri ekki nógu nákvæmt. Þá sagði Tusk að markmið Evrópusambandsins væri að tryggja full réttindi allra borgara þess sem og réttindi Breta á meginlandinu. „Tilboðið felur í sér hættu á því að staða umræddra borgara versni,“ sagði Tusk við blaðamenn. Samningstilboðið var kynnt á fundi í Brussel á fimmtudag. Í því er meðal annars kveðið á um að þær nærri þrjár milljónir borgara Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fái að vera þar áfram eftir Brexit. Hafi þeir verið í Bretlandi í fimm ár eða lengur muni þeir fá jafnan aðgang að breska heilbrigðis- og menntakerfinu og ýmissi annarri þjónustu. Það ákvæði er hins vegar háð því að hið sama muni gilda um Breta á meginlandinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði tilboðið „ágætis byrjunarreit“. Hins vegar væri mörgum spurningum um Brexit enn ósvarað og talsverða vinnu ætti enn eftir að ráðast í.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB.Nordicphotos/AFPÁ fundinum sagði May tilboð ríkis síns sanngjarnt og sett fram af alvöru. „Það miðar að því að tryggja eftir fremsta megni stöðu þeirra sem sest hafa að í Bretlandi og byggt þar upp líf sitt,“ sagði May. Ýmsir tóku þó í sama streng og Tusk í gær. Þannig sagði Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, að hætta væri á því að borgarar Evrópusambandsins mættu annars konar meðferð en Bretar. „Allir í Evrópu vilja sanngjarna meðferð fyrir alla okkar ríkisborgara,“ sagði Muscat. Opinber afstaða Evrópusambandsins í málinu er sú að borgarar þess eigi að halda áfram að njóta sömu réttinda og Bretar svo lengi sem þeir lifa. Yrði það ekki virt myndi Evrópudómstóllinn hafa lögsögu í slíkum málum. Bretar vilja hins vegar að breska dómskerfið sjái um þau mál. Í gær sagði May að einkar jákvæð umræða hefði farið fram á milli Breta og annarra Evrópusambandsríkja um tilboðið. Hins vegar viðurkenndi hún að enginn einhugur væri um hvernig væntanlegum samningi yrði framfylgt. Ítrekaði hún að „hinir háttvirtu dómstólar Bretlands“ hefðu lögsögu í umræddum málum. „Til að vera alveg skýr þá munu umræddir borgarar Evrópusambandsins á Bretlandi fá að vera þar áfram og við munum tryggja réttindi þeirra. Mér finnst tilboð okkar afar vandlega íhugað og málið mun nú þróast áfram í samningaviðræðum,“ sagði forsætisráðherrann breski. Anne-Laure Donskoy, stofnandi samtakanna 3million sem hafa þann yfirlýsta tilgang að vernda réttindi þeirra þriggja milljóna Evrópusambandsborgara sem búa í Bretlandi, sagði við BBC að tilboð Breta ylli vonbrigðum og væri langt undir væntingum samtakanna. „Tilboðið er hvorki sanngjarnt né vandlega íhugað,“ sagði Donskoy.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent