Bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júní 2017 09:00 Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum. Skotvopn lögreglu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Engin stefnubreyting hefur orðið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varðandi skotvopnaburð. Skotvopnin eru í lokuðum hirslum og almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki byssur. Fyrirmæli til sérsveitarmanna hafa breyst. Þeir sérsveitarmenn sem sinna vopnamálum bera nú skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Vopnaðir sérsveitarmenn á vegum ríkislögreglustjóra sinntu öryggisgæslu við Color Run fyrr í þessum mánuði og á landsleik Íslands og Króatíu. Þá sáust lögreglumenn vopnaðir skotvopnum sitja að snæðingi á Múlakaffi á dögunum. Þeir voru ekki að bregðast við aðsteðjandi hættu inni á veitingastaðnum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að engin stefnubreyting hafi orðið hjá embættinu varðandi skotvopnaburð lögreglumanna. Almennir lögreglumenn bera að jafnaði ekki skotvopn og aðeins er gripið til þeirra við sérstakar aðstæður. „Það væri þá í samræmi við vopnareglur. Til dæmis ef það kæmi útkall þar sem að grunur léki á að einhver væri vopnaður og það stafaði ógn af honum. Þá gæti komið til þess að lögreglumenn myndu vopnast. Þá væru þá yfirleitt fáir samkvæmt sérstakri ákvörðun. Þá þyrfti að opna aðgengi að vopnum sem eru í sérstökum læstum hirslum. Þetta er ekki algengt en gerist endrum og sinnum,“ segir Sigríður Björk. Reglurnar sem lögreglustjórinn vísar til hafa verið birtar en þar segir að geyma skuli skotvopn, sprengivopn, gasvopn, hvellvopn og fylgibúnað á lögreglustöð. „Vopnin skulu geymd með tryggilegum hætti í læstri hirslu eða aðstöðu, þar sem þau eru tilbúin til notkunar. Ríkislögreglustjóri getur sett reglur um vopnageymslur lögreglu. Lögreglustjóri getur þó ákveðið í samráði við ríkislögreglustjórann að skammbyssur séu hafðar með í lögreglubifreið í sérstökum tilfellum,“ segir í 19. gr. reglnanna. Í sjö lögreglubílum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru byssur í sérstökum lokuðum hólfum. Ljóst er af þessu að ef fólk sér lögreglumann bera skotvopn þá er viðkomandi meðlimur í sérsveit ríkislögreglustjóra en ekki lögreglumaður hjá LRH. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga stefnubreytingu hafa orðið.Vísir/Anton brink„Þeir menn sem bera vopnin á læri eru með fyrirmæli um að sinna vopnamálum. Það hefur verið aukning í vopnamálum eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Við erum í raun bara að tryggja öryggi og stytta viðbragðstíma í vopnamálum. Þannig að já, þeir hafa fengið breytt fyrirmæli,“ segir Ásmundur Kr. Ásmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og starfandi yfirmaður sérsveitarinnar. Breytt fyrirmæli til þeirra sem sinna vopnamálum fólust í því að bera skotvopn á lærinu til að stytta viðbragðstíma. Sérsveitarmenn sem sinntu gæslu á Color Run voru með skammbyssu á lærinu í samræmi við það. En hvað með skotvopnaburð á veitingastöðum? Má almenningur vænta þess að sjá sérsveitarmenn vopnaða á veitingahúsum eins og gerðist á dögunum? „Sérsveitarmenn eiga að bera vopn, þeir sem eru að sinna vopnamálum. Í daglegum störfum er hluti af starfinu að borða. Matartími er ekki frítími. Það er hluti af starfsskyldum sérsveitarmanna að fara í mat, næra sig og vera tilbúnir. Þeir voru vopnaðir á þessum stað en við höfum breytt því. Til þess að sýna ákveðna tillitssemi höfum við breytt þessu,“ segir Ásmundur. Að þessu sögðu má fólk ekki vænta þess að sjá aftur vopnaða sérsveitarmenn á veitingastöðum.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira